Barnabörnin mćttu á Kaldalónstónleikana - Húsfyllir hjá Blítt og létt

  • Fréttir
  • 14. mars 2016

Um helgina fóru fram tvennir tónleikar sem mæltust ákaflega vel fyrir. Annars vegar var Eyjahópurinn Blítt og létt með tónleika í Salthúsinu þar sem var húsfyllir en vel á annað hundrað manns mættu til að taka þátt í að syngja Eyjalögin í þjóðhátíðarstíl. Þá voru afar vandaðir og flottir tónleikar í Grindavíkurkirkju um Sigvalda Kaldalóns sem er hluti af tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum. 

Tónleikarnir í Grindavíkurkirkju voru frábærir en þeir voru tileinkaðir Sigvalda Kaldalóns lækni og tónskáldi í Grindavík sem hafi mikil áhrif á samfélagið en hér þar sem hann bjó í ein 16 ár.  Perlur Sigvalda eru hver öðru fegurri eins og  Hamraborgin, Á Sprengisandi og Ísland ögrum skorið. Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson færðu okkur þessi þekktu íslensku sönglög og Dagný Gísladóttir sagði frá árunum á Suðurnesjum.  

Efri mynd: Frá vinstri: Dagný Gísladóttir, Arnór Vilbergsson, Elmar Þór Hauksson og ásamt barnabörnum Sigvalda, Sigvalda Snæ og Grétu Kaldalóns.

Frá tónleikunum sem tileinkaðir voru Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju.

Þá að Blítt og létt hópnum frá Vestmannaeyjum. Óhætt er að segja að tónlistarsfólkið hafi lagt mikið á sig til að koma og spila á Salthúsinu því fyrri ferð Herjólfs féll niður á laugardaginn vegna veðurs. Hins vegar fór Herjólfur seinni ferðina þannig að hópurinn komst til Þorlákshafnar eftir skrautlega sjóferð og svo var brunað eftir Suðurstrandarveginum til Grindavíkur þar sem tókst að stilla hljóðkerfinu upp á mettíma og tónleikarnir hófst á réttum tíma. Frábært stemmning var á Salthúsinu og er óhætt að segja að Blítt og létt hópurinn hafi algjörlega slegið í gegn.

Bekkurinn var þétt setinn í Salthúsinu og söngtextum varpað upp á vegg svo allir gætu sungið með.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir