Handverkiđ blómstrađi í Gjánni

  • Fréttir
  • 14. mars 2016

Handverkshátíð var í Gjánni í gær í tilefni Menningarvikunnar. Þar sýndu og seldu um 25 aðilar frá Grindavík og víðar fjölbreytt handverk, allt frá slaufum til skarpgripa. Stöðugur straumur fólks var í Gjánni þrátt fyrir leiðinlegt veður og var gaman að sjá gróskuna í handverki í Grindavík, í sem víðasta skilningi þess orðs. Vonast er til að handverkshátíðin verði árlegur viðburður hér eftir.

Kvenfélag Grindavíkur bauð gestum upp á kaffi og möffins og þá var hægt að tefla við hina öflugu skáksveit Grunnskóla Grindavíkur gegn vægu gjaldi og voru margir sem nýttu sér tækifærið.

Ingibjörg  Jakobsdóttir með slaufurnar sínar.

Dijana Una Jankovic með kertastjaka og hálsmen.

Alda og Emil m.a. með glerlistaverk, á spjalli við Eyjólf.

Mæðgurnar Valgerður María og Rósa Signý með fjölbreyttan textíl.

Finnbogi með penna og trélist.

Júlía Guðrún með ýmsa skarpgripi.

Þorgerður var með skarpgripi.

Kvenfélagskonurnar tóku sig vel út í þessum glæsilegu svuntum.

Muffins sem var í boði á handverkshátíðinni.

Margir nýttu sér tækifærið og tefldu við öfluga nemendur grunnskólans sem státa m.a. af Íslandsmeisturum. Jói og Eiríkur tóku líka hörku skák.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir