Menningarvikan rúllar af stađ - helgin ţéttskipuđ

  • Menningarfréttir
  • 10. mars 2016

Menningarvikan rúllar af stað um helgina og margir eflaust orðnir óþreyjufullir að bíða enda dagskráin með eindæmum glæsileg í ár. Formleg setninga Menningarviku verður í Grindavíkurkirkju á laugardaginn kl. 17:00 en það verður hægt að taka forskot á sæluna strax á morgun, föstudag. Þá er Safnahelgi á Suðurnesjum um helgina svo að Reykjanesið mun iða af lífi um helgina.

Af nógu er að taka í dagskrá Menningarviku um helgina eins og sjá mér hér að neðan, en dagskrána í heild má sjá með því að smella hér.

Föstudagur

- Guðni Már Henningsson með málverkasýningu á Salthúsinu
- Gunnella með málverkasýningu á Northern Light inn
- Verslunarmiðstöðin, Víkurbraut 62. Nemendur af Króki og Laut ásamt nemendum úr grunnskólanum með sýningar. 
- Ásmundur Friðriksson alþingismaður opnar málverkasýningu á Bryggjunni kl. 16:00
- Kútmagakvöld Lionsklúbbsins í íþróttahúsinu kl. 18:00.
- Konukvöld körfuboltans í Eldborg kl. 19:30

Laugardagur (Safnahelgi á Suðurnesjum) 

- Formleg setning Menningarviku í Grindavíkurkirkju kl. 17:00. 

Ávarp formanns bæjarráðs og formanns frístunda- og menningarnefndar. Barnakór Grindavíkur frá c.a 1978-1981 flytur gömul lög og ný. Barnakór Grindavíkur 2016. Star Wars og Harry Potter. Nemendur úr Tónlistarskóla Grindavíkur leika. Útnefning Bæjarlistamanns Grindavíkur. Eftir setninguna er gestum boðið í safnaðarheimilið í veitingar.

- Opið og frítt inn á allar sýningar í Kvikunni frá 11:00-17:00
- Halldór Ingi Emilsson með málverkasýningu á efri hæð Kvikunnar 
- Guðni Már Henningsson með málverkasýningu á Salthúsinu
- Gunnella með málverkasýningu á Northern Light inn
- Fannar Þór Bergsson, leirlistamaður með sýningu á Bókasafninu frá 11:00-16:00 
- Rúnar Þór Þórðarson með málverkasýningu í Framsóknarhúsinu, frá 12:00-20:00
- Verslunarmiðstöðin, Víkurbraut 62. Nemendur af Króki og Laut ásamt nemendum úr grunnskólanum með sýningar frá 13:00-17:00
- Handverkfélagið Greip sýnir útskurð og málverk í aðstöðu sinni að Skólabraut 8-10 (gamla slökkvistöðin)
- Málverkasýning í gamla bókasafninu, Víkurbraut 62 efri hæð. Listaverk í eigu bæjarins til sýnis, frá 13:00-17:00
- Myndlistarsýning í Verkalýðshúsinu frá 14:00-17:00. Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir og Þóra Loftsdóttir sýna verk sín sem þær hafa málað undanfarin misseri.
- Opið hús í Grindavíkurkirkju milli 14:00-16:00 
- Bílabíó kl. 18:00. Minja- og sögufélagið með ljósmyndasýningu á gafli fisverkunarfyrirtækisins Þróttar á horni Ægisgötu og Verbrautar 
- Galatónleikar í sal Tónlistarskólans kl. 20:00. Óp-hópurinn flytur. Aðgangseyrir 2.000 kr. Athugið að posi verður ekki á staðnum
- Blítt og létt hópurinn frá Vestmannaeyjum með tónleika á Salthúsinu kl. 21:00. 

Sunnudagur

- Æskulýðsmessa í Grindavíkurkirkju kl. 11:00
- Handverkshátíð í Gjánni (nýja samkomusalnum
í íþróttamiðstöðinni) Kl. 13:00-18:00 . Rúmlega 30 handverksaðilar,bæði frá Grindavík og víða að, sýna og selja handverk í fremstu röð.
- Opið og frítt inn á allar sýningar í Kvikunni frá 11:00-17:00
- Halldór Ingi Emilsson með málverkasýningu á efri hæð Kvikunnar
- Guðni Már Henningsson með málverkasýningu á Salthúsinu
- Gunnella með málverkasýningu á Northern Light inn
- Fannar Þór Bergsson, leirlistamaður með sýningu á Bókasafninu frá 11:00-16:00
- Rúnar Þór Þórðarson með málverkasýningu í Framsóknarhúsinu, frá 12:00-20:00
- Verslunarmiðstöðin, Víkurbraut 62. Nemendur af Króki og Laut ásamt nemendum úr grunnskólanum með sýningar frá 13:00-17:00
- Handverkfélagið Greip sýnir útskurð og málverk í aðstöðu sinni að Skólabraut 8-10 (gamla slökkvistöðin)
- Málverkasýning í gamla bókasafninu, Víkurbraut 62 efri hæð. Listaverk í eigu bæjarins til sýnis, frá 13:00-17:00
- Myndlistarsýning í Verkalýðshúsinu frá 14:00-17:00. Anna María Reynisdóttir, Berta Grétarsdóttir, Lóa Sigurðardóttir, Sólveig Óladóttir og Þóra Loftsdóttir sýna verk sín sem þær hafa málað undanfarin misseri.
- Kl. 17:00 Grindavíkurkirkja. Söngvaskáld á Suðurnesjum: Sigvaldi Kaldalóns. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum en markmið þeirra er að kynna ríka tónlistarhefð og söngvaskáld af Suðurnesjum. Miðaverð er 1.500 kr. og selt við innganginn.
- Bílabíó kl. 18:00. Minja- og sögufélagið með ljósmyndasýningu á gafli fisverkunarfyrirtækisins Þróttar á horni Ægisgötu og Verbrautar
- Ljóðakvöld á Geo Hótel kl. 18:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir