Tónleikar í Grindavíkurkirkju til heiđurs Sigvalda Kaldalóns

  • Fréttir
  • 8. mars 2016

Sæmd er hverri þjóð að eiga sægarpa enn, ekki var að spauga með þá Útnesjamenn. Söngvaskáld á Suðurnesjum er tónleikaröð sem vakið hefur verðskuldaða athygli og verða haldnir tónleikar til heiðurs Sigvalda Kaldalóns í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 13. mars kl. 17:00 í tilefni Menningarvikunnar. Miðaverð er 1.500 kr. og selt við innganginn.

Sigvaldi Kaldalóns færði okkur hið þekkta lag Suðurnesjamenn en hann starfaði sem héraðslæknir Keflavíkur og bjó um 16 ára skeið í Grindavík. Eftir hann liggur fjöldi tónsmíða sem flestir þekkja og má þar nefna Hamraborg-in, Á sprengisandi og Ísland ögrum skorið. Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson færa okkur þessi þekktu íslensku sönglög og Dagný Gísladóttir segir frá árunum á Suðurnesjum.

Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum en markmið þeirra er að kynna ríka tónlistarhefð og söngvaskáld af Suðurnesjum.

Sigvaldi Kaldalóns (Stefánsson) (13. janúar 1881 - 23. júlí 1946) var íslenskt tónskáld og læknir. Eitt þekktasta lag hans er Ísland ögrum skorið. Sigvaldi nam læknisfræði við Læknaskólann í Reykjavík og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Þar kynnti hann sér danska og erlenda tónlist. Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen. Þegar heim kom fékk hann veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns. Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaeiki og náði sér aldrei almennilega eftir það. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað og var veitt það. Þar samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið og þar söng Eggert Stefánsson óperusöngvari, bróðir hans það fyrst opinberlega. Þar var hann þar til hann fluttist í Keflavíkurhéraðið. Sigvaldi var læknir við héraðslæknisembættið í Keflavík árin 1929-45, búsettur í Grindavík.

Sigvaldi Kaldalóns var yfirleitt mjög hógvær í garð laga sinna en um Ísland ögrum skorið, sem er eitt þekktasta lag hans, sagði hann þó að það ætti eftir að verða þjóðsöngur Íslands.

Minnisvarði um Sigvalda er við Kvennó en Sigvaldi bjó og starfaði í Grindavík í 16 ár frá 1929 til 1945.

Til að hita upp fyrir tónleikana var smá uppákoma á Bryggjunni á dögunum þar sem þeir Elmar Þór og Arnór Vilbergs mættu og tóku smá tóndæmi fyrir gesti. Smellið hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=trrzJ5Qei0w#t=36


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál