Varđveitum menningararfleifđina

  • Fréttir
  • 8. mars 2016

Menningarvika er árlegur viðburður í Grindavík, þar kemur saman fólk með áhuga fyrir handverki, sköpun, listum og mat. Þessi hátíð verður dagana 12.-20. mars n.k. Var hátíðin fyrst sett á dagskrá vorið 2009 og mæltist vel fyrir meðal Grindvíkinga. Henni hefur vaxið fiskur um hrygg með fjölbreyttu úrvali af námskeiðum fyrir fólk á öllum aldri og listaviðburðum um allan bæ. Bærinn hefur lagt sig fram um að bjóða unga fólkinu okkar upp á skemmtileg námskeið, þar má nefna námskeið í elektrónískri tónlistargerð, myndasögu og ljósmyndun. Fjöldi annarra námskeiða er í boði s.s silfursmíði, glermósaík, textíl og viðhald gamalla húsa. 

 Fyrirtæki í Grindavík hafa verið duglega að vera með menningarviðburði, sumir eru til sýnis allt árið um kring eins og sýningin sem Þorbjörn hf. setti upp í gluggum fyrirtækisins. Þar má sjá skrifstofuna eins og hún var, einnig hafa þeir sett upp sýningu á fiskvinnslu í gluggum Veiðafæraþjónustunnar. Bryggjan, Salthúsið og Brúin hafa verið með menningarviðburðum allt árið um kring, þar hafa stigið á stokk tónlistarfólk, rithöfundar og svo aðrir sem hafa eitthvað skemmtilegt til málanna að leggja. 

Í gegnum tíðina hefur verið hér öflugt menningarlíf með stofnun á kvenfélags-, leikfélags- og slysavarna-deildar, þessi félög hafa verið dugleg að halda fjölbreytta viðburði í Grindavík. Eigum við margar skemmtilegar minningar þeim að þakka s.s. tónlistar-, leiklistar- og annarra skemmtanna.

Með stofnun handverkfélagsins Greipar hefur listafólk bæjarins fengið tækifæri til að koma saman og stunda list sína ásamt því að sjá hvað aðrir eru að gera. Félagið hefur verið duglegt að vera með sýningar á viðburðum á vegum bæjarins, eins hefur fólki verið velkomið að koma í kaffi og sjá hvað fer fram í húsnæði þess að Skólavegi. 

Minja og sögufélag var stofnað á haustmánuðum 2013 og hefur verið öflugt í að safna munum, myndum og varðveita 
menningu okkur, félagið er með aðstöðu á efri hæðinni í Kvennó og er opið á miðvikudagskvöldum frá kl 20-22. Þar er hægt að skoða muni sem félagið hefur verið að safna en meðal þeirra eru sýningarvélar sem voru notaðar í Kvennó og Festi á sínum tíma, félagið á orðið yfir þúsund muni og enn fleiri myndir sem þeir eru með til sýnis á Facebooksíðu sinni. Félagið festi kaup á einni af elstu sjóverbúðum á Suðurnesjum með aðstoð fyrirtækja í Grindavík og takmarkið að gera það upp í upprunalegt horf og vera með sýningu á þeim munum sem félagið á. 

Grindavík er í þriðja sæti af 19 stærstu sveitarfélögum landsins í könnun Gallups þegar kemur að ánægju með menningarmál. 73% aðspurðra eru ánægðir eða mjög ánægðir með hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. Við megum vera stolt af okkar fólki sem leggur sig fram um að varðveita menningararfleið okkar með viðburðum á borð við Sjóarann síkáta og Menningarvikuna sem er með mjög fjölbreyttu sniði í ár.

Grindvíkingar verum dugleg að mæta á námskeið, sýningar og viðburði vikunnar og bjóðum ættingjum og vinum að njóta hennar með okkur.

Þórunn Alda Gylfadóttir
Formaður frístunda- og menningarnefndar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir