Skipulagsmál - fiskeldi á iđnađarsvćđi i7

  • Skipulag og framkvćmdir
  • 1. mars 2016

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á fundi þann 26. janúar 2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010 -2030 ásamt umhverfisskýrslu samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1.mgr. 7.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 . Breytingin felst í stækkun á iðnaðarsvæði i7 vegna stækkunar á fiskeldi Íslandsbleikju á svæðinu.

Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti einnig á fundi þann 26. janúar 2016 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fiskeldis á Stað ásamt umhverfisskýrslu samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1.mgr. 7.gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Deiliskipulagið er hluti iðnaðarsvæðis i7. Í tillögunni er gerð grein fyrir stækkun á eldisrými Íslandsbleikju með fjölgun eldiskerja og framleiðsluaukningu á bleikju.

Skipulagstillögurnar ásamt umhverfisskýrslum verða til sýnis á bæjarskrifstofu Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62 frá og með 29. febrúar til 13. apríl 2016 og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík. Tillögurnar verður einnig aðgengilegar á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir við skipulagstillögurnar og/eða umhverfisskýrslurnar er bent á að senda þær skriflega til Ármanns Halldórsson, armann@grindavik.is eða í pósti á Grindavíkurbæ, Víkurbraut 62, 240 Grindavík. Ábendingar skulu berast fyrir 13. apríl 2016 og vera merktar: „Aðalskipulagsbreyting iðnaðarsvæði i7" eða „Deiliskipulag fiskeldis á Stað"

Fylgigögn:

Deiliskipulag fyrir fiskeldi á iðnaðarsvæði i7 í Grindavík (tillaga) - Greinargerð og umhverfisskýrsla

Iðnaðarsvæði i7 - Breyting á aðalskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi fiskeldis á iðnaðarsvæði i7

 


Deildu ţessari frétt

A?RAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 16. júní 2020

Hverfisskipulag í kynningu

Fréttir / 22. maí 2020

Rafrćn umsókn um garđslátt

Fréttir / 15. maí 2020

Laus störf hjá Grindavíkurbć

Skipulagssviđ / 4. mars 2020

Lausar lóđir

Tónlistaskólafréttir / 25. febrúar 2020

Starfsdagur í tónlistarskólanum 26. febrúar

Fréttir / 22. janúar 2020

PMTO námskeiđ vor 2020

Fréttir / 26. nóvember 2019

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Fréttir / 19. nóvember 2019

Nýr leikskóli: Kynning á hönnun

Fréttir / 31. október 2019

Námskeiđ um uppeldi barna međ ADHD

Skipulagssviđ / 31. október 2019

Deiliskipulag viđ Víkurhóp

Fréttir / 4. október 2019

Fréttir / 3. október 2019

PMTO námskeiđ

Tónlistaskólafréttir / 26. september 2019

Foreldravika í Tónlistarskólanum

Fréttir / 17. apríl 2019

Breytt landnotkun á lóđ Verbrautar 1

Fréttir / 27. mars 2019

Skólastefna - kynning

Skipulagssviđ / 15. febrúar 2019

Grenndarkynning: Verbraut 1 og 5

Skipulagssviđ / 13. febrúar 2019

Ábendingar vegna Ađalskipulags 2018 - 2013