Menningarveislan hefst í dag

  • Fréttir
  • 21. mars 2009

Menningarvika Grindavíkurbæjar hefst í dag og verður formleg setningarhátíð í Saltfisksetrinu kl. 14.00. Búast má við fjölmenni við setninguna því mikill áhugi er í bænum fyrir Menningarvikunni enda er hún mikil lyftisting fyrir bæjarlífið. Bæjarráð fagnaði framtakinu á síðasta fundi sínum um Menningarvikuna í Grindavík og vonast til að bæjarbúar tæki virkan þátt í dagskrá hennar.

Dagskráin í dag, laugardaginn 21. mars, er eftirfarandi:
Kl. 10:30 – Laugardagsgangan.
Genginn góður hringur (ca. klukkustund) frá sundlauginni og endað í Kvennó þar sem í boði verður
kaffisopi og stiginn léttur dans. Krakkar frá Dansskóla Hörpu sýna. Allir velkomnir.

Kl. 14:00 – Formleg opnun menningarviku í Saltfisksetrinu.
Ávarp bæjarstjóra og formanns menningar- og bókasafnsnefndar. Tónlistaratriði
– Bakkalábandið leikur og syngur.
- Opnun samsýningar grindvískra frístundamálara.
- Opnun handverkssýningar
eldri borgara og handverksfólks.
Kl. 15:00 – 18:00 Listastofa Helgu.
Opin vinnustofa að Vörðusundi 1. Upplifið myndlistarfólk við vinnu sína.

Kl. 20:00 – GRAL í Kvennó:
GRALverjar lesa upp úr splúnkunýju leikriti, Horn á höfði, sem frumsýnt verður í haust. Einnig flutt nokkur frumsamin lög, sem ekki hafa heyrst opinberlega áður. Ljóð og sögur verða lesnar og líklega verða slagsmál á sviðinu eins og oft þegar þessi góði hópur kemur saman.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!