Bryndís Gunnlaugsdóttir hefur látiđ af störfum sem bćjarfulltrúi

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2016

Bryndís Gunnlaugsdóttir sem setið hefur í bæjarstjórn Grindavíkur síðan 2010 hefur látið af störfum. Bryndís var oddviti Framsóknarmanna í síðustu tveimur kosningum en hún óskaði eftir leyfi frá störfum í eitt ár síðastliðið vor og hefur nú óskað eftir endanlegri lausn frá störfum sem samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi, þann 23. febrúar síðastliðinn.

Bryndís lagði fram eftirfarandi bókun á fundinum sem lesin var upp af bæjarstjóra:

„Ég vil þakka bæjarbúum Grindavíkur fyrir það traust sem þeir hafa sýnt mér frá því að ég var fyrst kjörin í bæjarstjórn árið 2010, það hefur verið sönn ánægja að fá að starfa í þágu íbúa og bæjarfélagsins. Einnig vil ég þakka félagsmönnum í Framsóknarfélagi Grindavíkur sem og samstarfsfólki mínu í bæjarstjórn fyrir gott samstarf. Að lokum við ég sérstaklega þakka starfsfólki bæjarins fyrir gott samstarf enda er hlutverk Grindavíkurbæjar fyrst og fremst að veita þjónustu við íbúa bæjarins og þar gegnir starfsfólk bæjarins lykilhlutverki."

Þingmaðurinn Páll Jóhann Pálsson er 1. varamaður Framsóknar og mun því taka fast sæti í bæjarstjórn í framhaldinu.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir