Foreldrafćrninámskeiđ í apríl

  • Fréttir
  • 25. febrúar 2016

Grindavíkurbær stendur fyrir foreldranámskeiði í vor fyrir foreldra 0-7 ára barna. Uppeldi sem virkar. Færni til framtíðar. Námskeiðið er alls fjögur skipti, og kennt verður í bæjarstjórnarsalnum að Víkurbraut 62.

Þátttökugjald er kr. 3000 fyrir fjölskyldu Innifalin eru námskeiðsgögn og Uppeldisbókin.
Upplýsingar og skráning: ingamaria@grindavik.is

Dagsetningarnar sem um ræðir eru:

Miðvikudagarnir 6., 13., 20., og 27. apríl, frá klukkan 19:00-21:00.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig er hægt að:

Koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika?
Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi,
sjálfstæði og jákvæðni?
Auka eigin styrkleika og færni í
foreldrahlutverkinu?
Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt?
Kenna börnum æskilega hegðun?
Takast á við venjuleg vandamál í uppeldi?

Leiðbeinendur: Hanna Dorothéa Bizouerne skólasálfræðingur og Sigurlína Jónasdóttir leikskólaráðgjafi og sérkennari.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir