Hvernig á deiliskipulag Víđhlíđar og nágrennis ađ vera?

  • Fréttir
  • 24. febrúar 2016

Við viljum vekja athygli á því að deiliskipulag Víðihlíðar og nágrenni er nú í auglýsingu, en athugasemdur rennur út þann 14. mars. Auglýsinguna ásamt tillögum má sjá hér að neðan:

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi þann 26.1.2016 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Víðihlíð og nágrenni skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er stækkað og afmarkast nú af Austurvegi til suðurs, Hópsbraut til austurs og opnu svæði og vesturmörkum lóðar dvalarheimilis aldraðra, Víðihlíðar, til vesturs.

Innan þessarar afmörkunar er óbreytt íbúðasvæði við Víðigerði, þar sem nú þegar hafa verið reist 10 parhús fyrir eldri borgara. Ný aðkoma er gerð frá Hópsbraut og verða því tvær aðkomur að hverfinu frá Hópsbraut.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að heimilað verði að reisa allt að 92 nýjar íbúðir í rað, par- og fjölbýlishúsum á svæðinu ásamt viðbyggingu við dvalarheimilið Víðihlíð. Heildarfjöldi íbúða fer eftir stærð en heimilt verður að reisa 60 - 120 m2 íbúðir.

Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar og heimasíðu, frá og með 1. febrúar 2016 til og með 14. mars 2016. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs í síðasta lagi til og með 14. mars nk., annað hvort á Víkurbraut 62, 240 Grindavík eða á netfangið armann@grindavik.is. Nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Ármann Halldórsson
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs

Víðihlíð tillaga að deiliskipulagi 1 (PDF)
Víðihlíð tillaga að deiliskipulagi 2 (PDF)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!