Saumađ á saumavél í smiđju

  • Grunnskólinn
  • 22. febrúar 2016

List- og verkgreinar í 1.-3. bekk eru kenndar í svokölluðum smiðjum. Þar sem nemendur eru í ákveðnar vikur í hverri grein. Í textílmenntsmiðju í 3. bekk eru nemendur að sauma poka og eru flestir að stíga sín fyrstu skref í að sauma á saumavél. Það er voða spennandi og gengur vel. Pokana geta nemendur svo nýtt undir skóladót og fleira. Ýmislegt fleira er á verkefnalistanum eins og krosssaumur og svo er vinsælt að fá að búa til sína eigin lyklakippu og jafnvel hálsmen.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir