Fundur 1401

  • Bćjarráđ
  • 10. febrúar 2016

1401. fundur Bæjarráðs Grindavíkur haldinn í bæjarstjórnarsal, þriðjudaginn 9. febrúar 2016 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Hjálmar Hallgrímsson varaformaður, Kristín María Birgisdóttir formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir aðalmaður, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Jón Þórisson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1512012 - Sala á Óla á Stað: boð um neyta forkaupsréttar skv. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða
Bréf lögmanns Vísis hf. dags. 8. febrúar lagt fram.

2. 1501221 - Gallup þjónustukönnun sveitarfélaga: Grindavíkurbær
Róbert kynnti helstu niðurstöður þjónustukönnunar Gallup. Grindavíkurbær kemur mjög vel út úr könnuninni og er ánægja að vaxa á flestum þjónustuþáttum frá árinu 2014.

Niðurstöðurnar voru kynntar öllum stjórnendum Grindavíkurbæjar og er unnið að umbótaáætlun á þeim þáttum sem koma ekki nægilega vel út.

3. 1510117 - Grunnskóli Grindavíkur: tölvubúnaður
Áætlun um tölvumál í Grunnskóla Grindavíkur til 2019 er lögð fram til kynningar. Samkvæmt áætluninni er Grunnskóli Grindavíkur meðal framsæknustu skóla landsins í upplýsingatæknimálum. Tónlistarkóli Grindavíkur er einnig leiðandi við notkun spjaldtölva og speglaðrar kennslu í tónlist.

4. 1510034 - Málefni eldri borgara: Erindi frá aðalfundi SSS
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að haldið verði íbúaþing fljótlega á nýju ári varðandi þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu í bráð og síð.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar og felur sviðsstjóra félagsþjónustu og fræðslusviðs að hefja undirbúning með það fyrir augum að fundurinn fari fram fyrir páska.

5. 1601089 - HH smíði ehf: Niðurfelling á gatnagerðargjaldi
HH smíði óskar eftir niðurfellingu eða afslætti af gatnagerðargjöldum af lóðinni Staðarsundi 1, vegna óvenju mikillar jarðvegsvinnu.

Bæjarráð hafnar erindinu þar sem umsóknin fellur ekki að afsláttarreglum Samþykktar um gatnagerðargjald í Grindavíkurbæ.

6. 1601102 - Kaup á nýjum bíl: ósk um viðauka.
Byggingafulltrúi óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna kaupa á bíl fyrir skólaakstur og ferðaþjónustu fatlaðra og eldri borgara.

Að fengnum tilboðum er ljóst að fjárheimild í fjárhagsáætlun ársins dugar ekki, og er því óskað eftir aukinni heimild að fjárhæð 3.000.000 kr.

Bæjarráð leggur til að viðaukinn verði samþykktur og fjármagnaður með lækkun á framkvæmdakostnaði við félagslegar íbúðir, sem voru ofmetnar í áætlun.

7. 1602023 - Knattspyrnudeild UMFG: ósk um að tveir erlendir leikmenn fái sumarvinnu hjá Grindavíkurbæ
Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar frekari gagna.

8. 1501235 - Samskipti skóla og trúfélaga
Reglur um samskipti leik-, grunn- og tónlistarskóla í Grindavík við trúar- og lífsskoðunarfélög lagðar fram. Fræðslunefnd leggur til að reglurnar verði samþykktar.

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9. 1501040 - Tillaga um stefnumótun á þjónustusvæði Suðurnesja um málefni fatlaðs fólks - Framhaldsmál 2015
Minnisblað bæjarstjóra Garðs, Grindavíkur, Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Voga eftir fund með félagsmálaráðherra dags. 16. desember 2015 lagt fram.

Bæjarráð vísar tillögunum til umfjöllunar í bæjarstjórn.

10. 1602035 - Búsetumál eldri borgara í Grindavík: uppbygging við Víðihlíð
Bæjarráð samþykkir að skipa verkefnishóp sem hafi það verkefni að leggja fram tillögu og hönnun 4-6 íbúða viðbyggingu við Víðihlíð.

Á næsta fundi bæjarráðs verður verkefni nefndarinnar skilgreint og fulltrúar tilnefndir. Í hópnum verði tveir fulltrúar meirihluta, einn fulltrúi minnihluta, einn fulltrúi eldri borgara og einn fulltrúi starfsmanna Miðgarðs. Skipaður verður verkefnisstjóri með hópnum og ráðstafað fjárheimildum til greiðslu nefndarlauna og hönnunar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135

Frćđslunefnd / 7. september 2023

Fundur 134