Góđur gestur í morgunsöng

  • Grunnskólinn
  • 8. febrúar 2016

Á yngsta stigi í skólanum hefst hver morgunn á samveru á sal og er alltaf sungið nema þegar jógastundin er á miðvikudagsmorgnum. Stundum koma gestir en að öðru leyti sjá kennarar skólans til skiptis um að velja lög og stjórna stundinni. Ellert H Jóhannsson söngvari og foreldri mætti síðasta föstudag með gítarinn.

Honum til aðstoðar voru Helena dóttir hans og Thelma Hrönn Tómasdóttir, báðar í 1. bekk. Það er alltaf gaman að fá gesti sem geta líka spilað á hljóðfæri og ekki spillti fyrir að Ellert var fulltrúi Grindvíkinga í söngkeppninni Voice á sl. hausti. Komst hann þar í fremstu röð.  Bíðum við spennt eftir að heyra meira frá honum.  Afmælisbarn/börn dagsins eru einnig fengin upp á svið í söngstund og afmælissöngurinn sunginn þeim til heiðurs. Farið er með orð dagsins sem hljóma þannig: Ég er komin í skólann til að gera mitt besta og nýta hæfileika mína. Þetta er ómissandi stund á hverjum degi og leggur vonandi grunn að góðum siðum.  

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!