Fjölbreytt námskeiđ í febrúar, mars og apríl

 • Fréttir
 • 4. febrúar 2016
Fjölbreytt námskeiđ í febrúar, mars og apríl

Kæru Grindvíkingar! Í tengslum við undirbúning Menningarvikunnar í ár sem verður dagana 12.-20. mars n.k. munu ýmsir aðilar standa fyrir námskeiðum í febrúar, mars og apríl. Í bæklingi (sjá neðan) um námskeiðin er að finna fjölbreytt framboð af námskeiðum fyrir alla aldurshópa, m.a. í handverki, sköpun, listum og mat, sem við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur vel og endilega að nýta tækifærið og skrá ykkur og taka þátt. Menningarvikan niðurgreiðir námskeiðin og því eru þau á hagstæðu verði. Bent er á möguleika á styrkjum frá stéttarfélögum.

Rétt er að minna á Handverkshátíð í Gjánni sem verður í Menningarvikunni, sunnudaginn 13. mars n.k. Opið er fyrir skráningar sýnenda og vonandi verða þar einnig sem flestir með. Sjá nánar á www.grindavik.is

 Bæklingur: Námskeið í Grindavík í febrúar, mars og apríl í tengslum við Menningarvikuna 2016


Grunnnámskeið í silfursmíði

Á námskeiðinu verður búið til einfalt hálsmen. Menið er sagað út úr silfurplötu, formað og pússað.
Þátttakendur geta komið með teikningu eða fengið munstur á staðnum til að vinna með. Námskeiðið er fyrir 18 ára og eldri og verður haldið 22. febrúar
kl. 18-21 Staðsetning er óákveðin.

Verð fyrir einstakling er 5.000 og efni í silfurhálsmen innifalið Athugið að ekki fylgir keðja.
Fjöldi þátttakenda í hóp 6.
Þátttökuskráning á ardiss@gmail.com

Gert er ráð fyrir að sýna skartgripina á handverkssýningunni í menningarvikunni.

Kennari: Árdís Sigmundsdóttir.

Hún hefur unnið í silfur í nokkur ár, aðallega skartgripi. Áhugasamir geta skoðað myndir af nokkrum skartgripum hennar á ardissi.com


Námskeið í glermósaík
Handverksfélagið Greip er með námskeið í glermósaík. Farið verður yfir gerð glermósaík mynda, bæði úr speglagleri, lituðu ópal - og gegnsæju gleri. Þátttakendur munu gera myndir og leiðbeint um undirbúning, glerskurð, límingu og frágang. Efni er innifalið.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 16. febrúar og stendur í tvær vikur, tvö skipti í viku. Þriðjudaga og fimmtudaga, alls fjögur skipti, frá kl. 20 til 22.

Þátttökugjaldi stillt í hóf og er aðeins kr. 2.500 sem greiðist við skráningu. Innifalið í því gjaldi er fjögurra mánaðar þátttaka í Handverksfélaginu Greip og er þá þátttakendum námskeiðsins frjálst að starfa við áframhaldandi gleriðju í húsnæði félagsins á þriðjudagskvöldum fram á vor.

Skráning: Emil Sæmar Björnsson í síma 897 2090 eða á emilsb@simnet.is.

Emil hefur starfað við glerlistagerð í mörg ár bæði hérlendis og erlendis, farið á fjölmörg námskeið og haldið námskeið í glerlist í gegnum tíðina. Hann er búsettur í Grindavík.


Myndlistarnámskeið - Fyrir fullorðna - Fyrir ungmenni

Handverksfélagið Greip stendur fyrir myndlist-arnámskeiðum dagana 6. og 7. febrúar í húsnæði Greipar að Skólabraut 8. Kennari: Elva Hreiðarsdóttir.

Námskeiðin eru tvö:
• Laugardaginn 6. febrúar er námskeið fyrir fullorðna kl. 10-15.
Viðfangsefni námskeiðisins er hugmyndavinna og teikning með ólíkum efnivið. Námskeiðið er ekki sérhannað fyrir myndlistarmenn heldur bara fólk
almennt sem langar að læra ákveðin tæknibrögð í myndlist og hafa gaman af.
• Sunnudaginn 7. febrúar er námskeið fyrir ungmenni kl. 12-16 (7. - 10 bekkur)
Viðfangsefnin eru teikning og grafíkþrykk.
Afrakstur námskeiðanna verður sýndur í Menningar-viku Grindavíkur.
Verð: 6.000 kr., efni innifalið. Skráning og frekari
upplýsingar hjá Elvu, elvahre@vortex.is

Elva Hreiðarsdóttir fæddist í Ólafsvík 1964. Hún lauk prófi úr Kennaraháskóla Íslands 1989 og
Listaháskóla Íslands árið 2000. Elva hefur kennt víða og starfar sem myndlistarmaður með vinnustofu á Korpúlfsstöðum í Reykjavík. Nánari upplýsingar um Elvu og verk hennar má nálgast á www.elva.is og Elva Art á Facebook.


Textílnámskeið fyrir konur með skerta starfsorku

Textílnámskeið í tvö skipti sem ætlað er fyrir konur sem búa við skerta starfsorku. Námskeiðið verður frá
kl. 16.30-18.30, fimmtudagana 3. mars og 10. mars, í Kvikunni, efri hæð. Viðfangsefni er að vinna með textíl (efni) klippa, líma, sauma og búa til tösku/veski. Efni og áhöld verður á staðnum. Skráning fer fram á netfanginu: rosabaldursdottir@gmail.com eða í síma 699 8050. Verð á námskeiði: 500 kr.
Umsjón: Rósa Signý Baldursdóttir, grunnskólakennari. Rósa hefur menntað sig á sviði list- og verkgreina á síðari árum. Síðastliðinn vetur var hún í námsleyfi og lagði stund á textílnám bæði við HÍ og í dönskum
hönnunar- og handavinnuskóla.


Textílnámskeið - Endurnýting á efni

Námskeið í textílmennt laugardaginn 19. mars frá kl. 9.30 -13 í Kvikunni. Áhersla er lögð á að endur-nýta efni, gamlar flíkur og útsaum og búa til töskur og eða veski. Skráning fer fram á netfanginu:
rosabaldursdottir@gmail.com eða í síma 699 8050.
Hámarksfjöldi er 8 manns.
Verð: 2.000 kr fyrir námskeiðið. Grunnefniskostnaður innifalinn. Þátttakendur hvattir til að taka efni með sér á námskeiðið til að vinna úr.

Umsjón: Rósa Signý Baldursdóttir, grunnskólakennari. Rósa hefur menntað sig á sviði list- og verkgreina á síðari árum. Síðastliðinn vetur var hún í námsleyfi og lagði stund á textílnám bæði við HÍ og í dönskum
hönnunar- og handavinnuskóla.


Gimbu námskeið


Gallery Spuna að Gerðavöllum 17 (handavinnuverslun í Grindavík) býður upp á Gimbu námskeið. Leiðbeinandi er Katrín Kristjánsdóttir frá Borðeyri. Þetta verða eru 3 skipti alls; 16. og 30. mars og 6. apríl. ca 2 - 2.5 klst í senn. Fjöldi nemenda sem teknir eru inn 8 - 10.

Þátttaka skráist í Gallery Spuna, sími 424 6500 eða á netfangið info@galleryspuni.is. Verð pr. mann 18.500 kr.


Grænmeti - Salat - Krydd og kryddjurtir

Örn Garðars matreiðslumeistari á Soho Catering heldur námskeið í bragðmiklum grænmetisréttum, nemendur fá að spreyta sig sjálfir og taka afraksturinn með sér heim. Björk Sverrisdóttir heimilisfræðikennari verður til aðstoðar.

Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 16. mars í matreiðslustofu Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. 20 manns komast á námskeiðið. Fyrstir koma - fyrstir fá.

Námskeiðið hefst kl. 18 og er í um 3 tíma. Skráning á bjorksv@hive.is (sendið nafn og kennitölu). Verð: 5.500 kr.


Sjálfstyrkinganámskeið fyrir ungmenni

Hvað vil ég gera? Hvað finnst mér skemmtilegt? Hvernig get ég orðið besta útgáfan af sjálfum/ri mér?

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 7 til 10. bekkinga verður haldið þriðjudaginn 15. mars í félagsmiðstöðinni Þrumunni.

Á námskeiðinu verður farið í markmiðasetningu, skoðað hvernig læra má af mistökum, hvað það þýðir að njóta augnabliksins og við skyggnumst líka inn í framtíðardrauma okkar.

Tímasetning:
Strákar eru frá kl. 16.00 til 18.30.
Stelpur eru frá kl. 18.30 til 21.00.

Kennari er Sólveig Guðmundsdóttir leikkona og leiklistarkennari.
Sólveig hefur unnið áður með hópum af börnum og unglingum, bæði í Grindavík og víða um land.
Hún er hluti af leikhópunum GRAL.

Aðgangur er ókeypis. Skráning á námskeiðið er hafin hjá Jóhanni Árna í Þrumunni.


Námskeið í elektrónískri tónlistargerð

Námskeið í elekstrónískri tónlistargerð fyrir nemendur frá 8. bekk og til 18 ára aldurs verður haldið í félagsmiðstöðinni Þrumunni mánudaginn 14. mars kl. 19:00-22:00.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti tónlistar-pródúseringu, þ.e.a.s hvernig á að búa til tónlist í tölvu með tónlistarforritum eins og Ableton Live og Logic. Farið verður yfir hvað pródúsentar gera og hvað þarf að kunna til þess að verða pródúsent. Hvaða hljóðfæri og tæki ég nota til þess að gera tónlist og hvaða möguleikar eru í boði í þessum geira. Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á tónlist (þá sérstaklega HipHop og elektrónísk tónlist), tækni og hljóðblöndum.

Kynning á faginu: Hverjir eru stærstu pródúserar í heimi, bæði íslenskir og erlendir. Hvað felst í því að vera pródúsent og hvernig bransinn gengur fyrir sig. Kynning á allskyns græjum sem hægt er að notast við til að auðvelda gerð á tónlist.
Work-shop: Mun nota aðferðir sem ég lærði í skólanum til að búa til lag með nemendum.
Leiðbeinandi: Björn Valur Pálsson, The Los Angeles Recording School

Aðgangur er ókeypis. Skráning á námskeiðið er hafin hjá Jóhanni Árna í Þrumunni.


Námskeið og innsýn í myndasögugerð

Mánudaginn 14. mars verður Jean Posocco með innsýn í myndasögugerð á bókasafninu frá
kl. 14-17 fyrir 10 ára og eldri. Þátttaka er ókeypis, ekki þarf að skrá sig heldur mæta á bókasafnið.

Jean hefur kennt myndasögugerð á eigin vegum og í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hann er einn af hvatamönnum myndasöguútgáfu á Íslandi í dag og er maðurinn á bakvið Frosk Útgáfu sem nýlega tók upp þráðinn á útgáfu Viggó Viðutan sem og sögunum um Ástrík og Steinrík. Jean er franskur en hefur búið á landinu í nær 30 ár og fer námskeiðið fram á íslensku.


Ljósmyndanámskeið fyrir 7.-10. bekk

Ljósmyndanámskeið fyrir nemendur frá 8. bekk og til 18 ára aldurs verður haldið í félagsmiðstöðinni
Þrumunni miðvikudaginn 16. mars kl. 19:00-22:00.

Á námskeiðinu verður farið lauslega yfir sögu ljósmynd-unar og skoðaðar mismunandi myndavélar, kannaðir möguleika þeirra og ljósmyndir skoðaðar. Hvers konar ljósmyndari hægt sé að vera og hvert mikilvægi hans sé.

WORK-SHOP: Við skoðum samspil ljósops, hraða og ljósnæmni í myndsköpun og hvernig þessir þættir stýra útkomu myndarinnar. Við setjum upp okkar eigið stúdíó og búum til sögur með myndum.
Leiðbeinendur: Eygló Gísladóttir ljósmyndari og Móna Lea Óttarsdóttir listakona.

Aðgangur er ókeypis. Skráning á námskeiðið er hafin hjá Jóhanni Árna í Þrumunni.


Námskeið í fatahönnun

Námskeið í fatahönnun fyrir nemendur frá 8. bekk og til 18 ára aldurs verður haldið í félagsmiðstöðinni Þrumunni fimmtudaginn 17. mars kl. 19:00-22:00.

Yfirlit: Í námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti fatahönnunar, hvað gera fatahönnuðir og hvernig sækja þeir innblástur. Nemendur búa til sitt eigið mood-board, og geta þar með ímyndað sér sitt eigið collection.
Námskeiðið nýtist ekki bara þeim sem hafa áhuga á fatahönnun, heldur hverjum þeim sem hefur áhuga á einhvers konar hönnun eða öðrum skapandi greinum.
Kynning: Stutt kynning á fatahönnun, hvað þarf til þess að geta orðið fatahönnuður og hvert er hlutverk og markmið hönnuða.

Work-shop: Fyrst og fremst þarf að leita af innblástri, innblástrinum er síðan safnað saman og hann flokkaður í kjölfarið. Hver og einn gerir svo sitt eigið mood-board sem er allra mikilvægasti partur hönnunar.
Efni og áhöld: Gott væri nemendur kæmu með sín eigin skæri, einhvers konar lím eða kennaratyggjó og pennaveski.
Kennarar: Sigríður Birna Matthíasdóttir, Studio Bercot, Paris & Ólöf Helga Pálsdóttir, FIDM, Los Angeles.

Aðgangur er ókeypis. Skráning á námskeiðið er hafin hjá Jóhanni Árna í Þrumunni.


Viðhald og viðgerðir gamalla húsa

Námskeið fyrir húsasmiði og áhugamenn um húsavernd verður haldið á vegum Minja- og sögufélags Grindavíkur í samstarfi við Iðuna-fræðslusetur, í Kvikunni, 1. og 2. apríl nk. frá kl. 13-17 báða dagana.

Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að vinna við viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum. Fjallað er um undirstöður og burðarvirki og farið yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul timburhús sem hafa verið
endurbyggð. Þátttakendum er kennt að meta varðveislugildi húsa og breytingar sem gerðar hafa verið á þeim frá því þau voru byggð og hvernig staðið skuli að viðhaldi og viðgerðum á þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Húsafriðun-arnefnd og Minjasafn Reykjavíkur.

Verð: 13.500 kr. Kennarar eru Magnús Skúlason arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Einar S. Hjartarson húsasmíðameistari.
Skráning fer fram á heimasíðu Iðunar-fræðsluseturs: http://www.idan.is/oll-namskeid/bygginga-og-mannvirkjagreinar-namskeid
Bent er á að hægt er að sækja styrki fyrir þátttökugjaldi í flestum stéttarfélögum.


Sundnámskeið fatlaðra

Íþróttasamband fatlaðra býður upp á sundæfingar fatlaðra barna, 16 ára og yngri, í sundlaug
Grindavíkur. Æfingarnar verða endurgjaldslausar út þetta skólaár og mun Magnús sundþjálfari stýra þeim ásamt aðstoðarmanni.
Sundæfingarnar hefjast föstudaginn 12. febrúar n.k. og verða alla föstudaga frá kl. 16:30-17:30.


Heilsubrautin alla ævi: Verkfæri úr kistu sálfræðinnar til að gera heilsu að lífsstíl

Röggu nagla ættu allir að þekkja enda er á ferðinni afar flott kona með hausinn í lagi.
Hún er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari með sérsvið í vandamálum tengdum ofáti, lotu-ofátsröskun og ofþyngd.
Svart-hvítar hugsanir tengdar mataræði og vítahringur sektarkenndar, ofáts, stífrar megrunar og óánægju með ytra útlit.
Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 16. febrúar kl. 18:00 í Gjánni.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.


Matreiðslunámskeið Röggu nagla

Nýtt ár, nýtt þú og ný markmið í heilsunni nálgast eins og óð fluga og hvað er betra en að fara inn í árið 2016 vopnvæddur þekkingu á sykurlausum hollustu uppskriftum svo mittismálið og heilsan þakki fyrir.
Ragga nagli verður með matreiðslunámskeið í Grunnskóla Grindavíkur mánudaginn 15. febrúar frá kl. 17-21.

Hvað verður gert?
Við munum gera allskonar fyrir átvögl í hollustugúmmulaði, bæði til að friðþægja sykurpúkann og gleðiefni fyrir söltu tunguna.
Vonandi fá því allir innblástur til að gera heilsulífið að dansi á rósum.

Skráning fer fram í gegnum netfangið bokasafn@grindavik.is og verð á námskeiðið er 16.000 kr.

Greiðsla þarf að hafa borist fyrir 12. febrúar og verða upplýsingar um reikningsnúmer gefnar upp við skráningu.


 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 24. september 2018

Bćjarmálafundur hjá Samfylkingunni í kvöld

Grunnskólafréttir / 21. september 2018

Sigga Dögg hitti nemendur unglingastigs

Íţróttafréttir / 20. september 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Fréttir frá Ţrumunni / 17. september 2018

Starfsmenn Ţrumunnar uppfullir af fróđleik eftir starfsdaga Samfés

Bókasafnsfréttir / 14. september 2018

Stormfuglar Einars Kárasonar - kynning á bókmenntaarfinum

Fréttir / 12. september 2018

Dagur lćsis á Króki

Fréttir / 12. september 2018

KK band á Fish house á laugardaginn

Lautafréttir / 12. september 2018

Foreldrafundur ţriđjudaginn 18. september í Lautinni

Fréttir / 10. september 2018

Matseđill nćstu tveggja vikna í Víđihlíđ

Nýjustu fréttir 11

Framkvćmdir hafnar á Grindavíkurvegi

 • Fréttir
 • 21. september 2018

Hljóđfćragerđ fyrir nemendur í 5. og 6. bekk

 • Tónlistaskólafréttir
 • 21. september 2018

1. bekkur í heimsókn á Ásabraut

 • Grunnskólafréttir
 • 18. september 2018

Vilt ţú eiga forsíđumynd Járngerđar?

 • Fréttir
 • 18. september 2018

Pysja kemur í heimsókn

 • Grunnskólafréttir
 • 16. september 2018