Ţorrablót á Króki

  • Fréttir
  • 28. janúar 2016

Föstudaginn 22. janúar var Bóndadagurinn haldinn hátíðlegur á Króki. Góðir gestir frá félagi eldri borgara og vinir okkar í Miðgarði komu í heimsókn í tilefni dagsins. Markmiðið með þessum viðburði er að viðhalda þjóðlegri menningu okkar og um leið auka vináttutengsl við vini okkar í Miðgarði. 

Við hittumst öll í hreyfisal þar sem kennarar, með aðstoð barnanna, útskýrðu hvernig lífið var í gamla daga og Lára Kristín og Orri Már léku fyrir okkur bónda og bóndakonu í stuttum leikþætti um Þorrann. Að því loknu voru sungin nokkur vel valin íslensk þjóðlög og síðan gæddu börn og gestir sér á íslenskum þorramat; sviðasultu, harðfiski, súrum hrútspungum og að sjálfsögðu hákarli sem sumir voru að smakka í fyrsta skipti. Þar að auki var boðið upp á rúgbrauð með smjöri sem féll vel í farveginn hjá yngri kynslóðinni.

Dagana fyrir þorrablót fengu börnin fræðslu um lifnaðarhætti fyrr á árum í gegnum sýningu sem sett var upp í tengslum við Þorrann ásamt því að börn og starfsfólk reyndu að stökkva yfir sauðalegg. Þá er leggur lagður á gólfið og sá sem ætlar að stökkva yfir hann grípur um tærnar á sér og reynir að stökkva yfir sauðalegginn. Hljómar auðvelt en eins og árið áður þá náði enginn að stökkva yfir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir