Ađalfundur GG - góđur gangur hjá klúbbnum

  • Íţróttafréttir
  • 26. janúar 2016

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur var haldinn núna um helgina í aðstöðu klúbbsins í golfskálanum við Húsatóftavöll. Rekstur klúbbsins gengur vel en hann skilaði hagnaði á síðasta ári. Þá er mikill vöxtur í starfsemi hans og uppbyggingin í gangi á vellinum í samstarfi við Grindavíkurbæ og Bláa Lónið, eins og áður hefur verið greint frá. Stjórn klúbbsins sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu að fundi loknum:

Aðalfundur GG

Það voru 20 manns sem mættu á aðalfund Golfklúbbs Grindavíkur í golfskálanum að Húsatóftum, mætingin mætti vera betri en það eru samt 10% félagsmanna sem sáu sér fært að koma á fundinn.

Bjarni Andrésson var kosinn fundarstjóri að venju og stýrði hann fundinum af röggsemi. Halldór Einir Smárason formaður GG fór yfir skýrslu stjórnar um starfsemi nýliðins árs og Sverrir Auðunsson gjaldkeri GG fór yfir ársreikning GG og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Skemmst er frá því að segja að mikill viðsnúningur hefur orðið á rekstri Golfklúbbs Grindavíkur. Rekstrartekjur jukust um 14% og fóru í 44.7 milljónir, en rekstrrgjöldin hækkuðu um 4.5% og fóru í 41.9 milljónir. Vaxtagreiðslur eru 1.6 milljónir og því er hagnaður af reglulegri starfsemi klúbbsins um 1.2 milljónir króna á móti því að árið 2014 var tap á rekstrinum upp á 2.5 milljónir. Vert er að geta þess að skuldir klúbbsins lækkuðu um 6 milljónir á milli ára, svo stjórn Golfklúbbs Grindavíkur er ánægð með árið 2015.

Ný lög GG sem send voru félagsmönnum til kynningar í desember síðastliðnum voru samþykkt á aðalfundinum.
Breyting var gerð á félagsgjöldum GG, almennt gjald verður 56.000 kr. Aldraðir og öryrkjar eru á óbreyttu gjaldi en nýliðar borga 56.000 kr. og fá með því golfkennslu.

Þeir Jón Júlíus Karlsson og Þorlákur Halldórsson létu af stjórnarstörfum og við tóku þau Svava Agnarsdóttir og Sigurður Jónsson. Stjórn GG þakkar fráfarandi stjórnamönnum vel unnin störf og býður nýja stjórnarmenn velkomna.


Framkvæmdir eru miklar á Húsatóftavelli, því vildi aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur senda frá sér eftirfarandi ályktun:

Ályktun

Aðalfundur Golfklúbbs Grindavíkur fagnar gerðum samningi milli Bláa Lónsins, Grindavíkurbæjar og GG um uppbyggingu og endurbætur á Húsatóftavelli.

Golfklúbbur Grindavíkur vill þakka stjórn Bláa Lónsins og bæjarstjórn Grindavíkur fyrir mjög gott samstarf.

Áhrif þessa samnings eru gríðarlega mikil fyrir lítinn golfklúbb og mun stuðla að því að Húsatóftavöllur verði í fremstu röð á landinu auk þess sem aðkoma gesta að klúbbhúsinu verður til fyrirmyndar. Með aukinni uppbyggingu á Húsatóftavelli mun umfjöllun aukast og höfum við nú þegar orðið vör við jákvæða umfjöllun sem vonandi leiðir til fleiri heimsókna. Tengingin við nýtt lúxus hótel Bláa Lónsins mun líka færa okkur erlenda gesti sem munu síðan bera orðspor okkar víða. Vert er að geta þess að klúbburinn hefði ekki getað farið útí slíka uppbyggingu og endurbætur án þessa góða stuðnings.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir