Menningarvikan verđur 12.-20. mars - Viđburđir óskast

  • Fréttir
  • 18. janúar 2016

Athygli er vakin á því að frístunda- og menningarnefnd hefur samþykkt að hin árlega Menningarvika verði að þessu sinni haldin 12 - 20. mars nk. Þetta verður í áttunda sinn sem Menningarvikan verður haldin og að þessu sinni verður lögð áhersla á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs en auðvitað verður fjölbreytt dagskrá að vanda eins og tónleikar, ýmis konar sýningar, viðburðir og margt fleira. Undirbúningur er hafinn af fullum krafti.

Grindvíkingar, fyrirtæki, stofnanir, þjónustuaðilar og allir þeir sem hafa áhuga á menningu eru hvattir til þess að skipuleggja menningarviðburði í þessari skemmtilegu viku.

Til þess að komast í auglýsta dagskrá Menningarvikunnar þarf að senda upplýsingar um viðburðinn á thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 20. febrúar nk.

Allar nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs á netfangið thorsteinng@grindavik.is eða í síma 420 1100.

Auglýst eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Grindavíkur 2016:

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar auglýsir eftir tilnefningum um Bæjarlistamann Grindavíkur 2016. Útnefningin verður tilkynnt í tengslum við Menningarviku Grindavíkurbæjar 12.-20. mars nk. Ábendingar þurfa að hafa borist frístunda- og menningarnefnd í síðasta lagi 1. febrúar 2016 á netfangið heimasidan@grindavik.is
Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Grindvíkingum um einstakling eða samtök listamanna í Grindavík, eða tengjast Grindavík á einn eða annan hátt, sem til greina koma að bera sæmdarheitið Bæjarlistamaður ársins 2016.

Listamenn sem eru, eða hafa verið búsettir í Grindavík, koma til greina. Listamenn sem ekki eru með lögheimili í Grindavík þurfa að tengjast bæjarfélaginu með einhverjum hætti. Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi. 

Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur útnefnir annað hvert ár Bæjarlistamann Grindavíkur og annað hvert ár Menningarverðlaun Grindavíkur.

Bæjarlistamaður Grindavíkur:
2014 Halldór Lárusson
Menningarverðlaun Grindavíkur:
2015 Harpa Pálsdóttir
2013 Einar Lárusson
2012 Þorbjörn hf.
2011 Bryggjubræður, Aðalgeir og Kristinn Jóhannssynir
2010 Ómar Smári Ármannsson og Saltfisksetrið


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!