Tveir fyrir einn hjá Ţorbirni

  • Fréttir
  • 18. mars 2009

Á dögunum var Björgunarsveitin Ţorbjörn frá Grindavík kölluđ út vegna bíls sem sat fastur í skafli á Suđurstrandarveginum. Ţetta ţykir alls ekki óvenjulegt á ţessum árstíma og var ţví fariđ á einum bíl, fólkinu til ađstođar, ađ ţví er segir á vef sveitarinnar.
 
Ţegar búiđ var ađ losa bílinn og veriđ var ađ ganga frá spottum, kom ungur mađur fótgangandi úr austri, í strigaskóm, gallabuxum og léttum vindjakka. Hann kvađst hafa fest bíl sinn snemma í morgun eđa seint í nótt. Mađurinn ásamt tveimur öđrum gistu í bílnum ţangađ til ađ ţađ birti en ţá ákvađ hann ađ ganga af stađ í leit ađ hjálp. Hann hafđi svo gengiđ í úrhellis rigningu tćplega 5 kílómetra leiđ ţegar hann rakst á björgunarsveitarmennina sem annars hefđu fariđ til baka til Grindavíkur. Ţá átti mađurinn eftir um 12 km göngu til Grindavíkur.
 
Sem betur fer var nokkuđ milt veđur ţó ađ ţađ hafi ringt svolítiđ en ekki hefđi ţurft ađ spyrja ađ leikslokum ef veđriđ hefđi eitthvađ breyst. Mađurinn, sem var bćđi blautur og kaldur, var ţví feginn ađ komast inn í heitan bílinn. Bílinn hans var svo losađur og komst hann farsćllega til byggđa ásamt ferđafélögum sínum eftir kaldan morgun viđ suđurströndina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!