Chuck kominn međ úlpu

  • Fréttir
  • 12. janúar 2016

Nýjasti leikmaður Grindvíkinga í körfunni, Chuck Garcia, virðist hafa mætt til Íslands klár til að spila körfubolta, en ekki klár í íslenskan vetur! Samkvæmt norsku veðurstofunni eru núna um 15 gráður og logn á heimaslóðum Chuck í Los Angeles meðan að hér eru -5 gráður og kafaldsbylur sem hylur hæð og lægð. Chuck var ekki alveg græjaður fyrir þennan kulda og leðurjakkinn dugði skammt. Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, stjórnarmaður hjá körfuknattleiksdeildinni brá þá á það ráð að auglýsa eftir úlpu fyrir kappann í stærðinni XXL í gær og skemmst er frá því að segja að Chuck er nú þegar kominn með úlpu.

Sigurbjörn birti meðfylgjandi mynd á Facebook áðan með orðunum: „Málinu reddað! Chucksterinn mættur í Cintamani. Kallið mig bara: Sibbi Plug“

Það er gott að eiga góða að í körfunni!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir