Almar í kassanum sló í gegn í búningakeppninni

  • Fréttir
  • 7. janúar 2016

Það er gamall siður í Grindavík að börn klæða sig upp í furðubúninga og fara í hús og sníkja sælgæti. Í lok dags er svo búningakeppnin vinsæla á þrettándagleðinni og í ár var met þátttaka. Fjölmargir frumlegir og skemmtilegir búningar sáust að þessu sinni en á engan er hallað þegar því er haldið fram að Almar í kassanum (Magnús) hafi slegið í gegn að þessu sinni og stolið sviðsljósinu.

Í búningakeppninni eru keppt í þremur aldursflokkum; leikskólakrakkar, 1.-3. bekkur og 4. bekkur og eldri. Hér má sjá verðlaunahafana.

Myndir frá fleiri þáttttakendum í búningakeppninni má sjá hér á Facebooksíðu bæjarins.

Verðlaunahafar á leikskólaaldri. Frá vinstri: Þórgunnur Júlía, Veronika Dögun og Sindri Snær.

Verðlaunahafar í aldursflokknum 1.-3. bekkur. Frá vinstri: Thelma, Guðrún Lilja og Jón Breki.

Verðlaunahafar í aldursflokknum 4. bekkur og eldri: Þórdís, Aþena og Æsa, Magnús.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir