Jólahald í verbúđinni Sćvík í Landanum

  • Fréttir
  • 30. desember 2015

Í jólaþætti Landans þann 27. desember var Grindavík heimsótt, nánar tiltekið Sævík, sem áður var verbúð Vísis og hýsir nú skrifstofur fyrirtækisins. Þar héldu hjónin Páll H. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir jólin árið 1965 en fjölskyldan bjó í Sævík fyrst eftir að þau fluttu til Grindavíkur. 

Á Facebook-síðu Grindavíkurbæjar bætti Margrét Pálsdóttir eftirfarandi minngarbroti við:

„Ég má til með að deila með ykkur Grindvíkingum einu sem ekki komst að í þættinum. Brot úr frásögn mömmu frá þessum tíma: „Mér er mjög minnisstætt haustið sem við Palli fluttum hingað. Ég hafði ekki verið neitt voðalega hrifin af að ætla að fara að setjast hér að - en ákvað að prófa. Því hvað gerir maður ekki fyrir elskuna sína þegar á reynir. En mikið kunni ég vel við mig strax. Þarna vorum við eiginlega á sjávarbakkanum, við höfnina. Þarna var friður og ró og útsýni langt út á sjó. Kindurnar jörmuðu í sjávarkambinum og hestarnir átu úr ruslatunnunum, svo að ekki þurfti að fá ruslabílinn úr Keflavík.""

Í fréttinni á rúv.is segir:

„Rétt fyrir jólin 1965 fluttu hjónin Páll H. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir í verbúð í Grindavík með börnin sín.
„Við bjuggum á efri hæðinni þar var verbúðin og svo var fiskvinnsla niðri og fyrir okkur var þetta mjög ævintýralegt og skemmtilegt," segir Margrét Pálsdóttir, ein barna þeirra hjóna.

Sjómennskan átti hug og hjarta Páls en Margrét kona hans naut þess að spila á píanóið og syngja.“

Innslagið úr Landanum má sjá hér.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!