Skipt um gúmmíkurl á sparkvöllum

  • Fréttir
  • 23. desember 2015

Í Grindavík eru tveir sparkvellir með úrgangsdekkjakurli sem læknar hafa varað við, annar völlurinn er frá árinu 2006 og hinn 2010. Grindavíkurbær hefur ákveðið að vera til fyrirmyndar og leyfa börnunum að njóta vafans og skipta gúmmíkurlinu út á næsta ári, sem er í samræmi við beiðni stjórnar Heimilis og skóla og ályktun umboðsmanns barna og Læknafélags Íslands. Hefur þetta verið sett inn á fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar 2016. 

Skipt verður bæði um gervigras og gúmmíkurl á eldri vellinum. Á nýrri vellinum verður dekkjakurlið ryksugað burt og gúmmí af viðurkenndri gerð sett í staðinn, þ.e. ljóst að lit og án efna sem teljast skaðleg heilsu eða mengandi. Er það í samræmi við samþykkt stjórnar KSÍ frá 9. október síðastliðinn.

Myndin er frá því þegar eldri sparkvöllurinn var tekinn í notkun fyrir um áratug.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir