Margrét Páls og Vísiskórinn í Fréttatímanum

  • Fréttir
  • 18. desember 2015

Í Fréttatímanum í dag er skemmtilegt viðtal við Margréti Pálsdóttur, kórstjóra, söngkonu og málfræðing. Þar ræðir Margrét um lífið og tilveruna en aðal umræðuefnið er fjölmenning og hið stórskemmtilega verkefni sem er Vísiskórinn svokallaði. Í inngangi viðtalsins segir:

 

„Margréti Pálsdóttur, kórstjóra, söngkonu og málfræðingi, er margt til lista lagt. Hún ólst upp í verbúð í Grindavík umkringd fjölda tungumála, hefur stundað sjóinn, kennt söng í sveit, stofnaði kór í Kiel og verið málfarsráðunautur RÚV, svo nokkuð sé nefnt. Í fyrravetur stofnaði hún fjölþjóðlegan kór fiskvinnslufólks í Grindavík til að rækta það sem helst tengir okkur mannfólkið saman, tónlistina og tungumálið.“

Viðtalið má lesa í heild sinni á vefsíðu Fréttatímans.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir