Svekkjandi tap í Hólminum

  • Körfubolti
  • 17. desember 2015

Grindavíkurkonur léku sinn síðasta leik á árinu 2015 í gær þegar þær heimsóttu Snæfell í Stykkishólmi. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun en síðan sigu heimakonur hægt og bítandi fram úr og unnu að lokum nokkuð öruggan 16 stiga sigur, 78-62. Grindavík var með nánast fullskipað lið eftir meiðslahrinu. Helga og Petrúnella voru báðar með en Björg er þó enn fjarri góðu gamni. Nú tekur við nokkuð langt jólafrí og vonandi verða allir leikmenn liðsins heilir heilsu á nýju ári.

Karfan.is fjallaði um leikinn:

"Snæfell hafði betur á heimavellinum gegn Grindavík í kvöld, 78-62. Hayden Denise Palmer var með 33 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir heimakonur. Hjá Grindvíkingum var Whitney Michelle Frazier með 16 stig og 13 fráköst.

Snæfellingar voru betra liðið í kvöld. Þær fóru vel af stað og komust í 5-0. Grindvíkingar gerðu þó vel að vinna upp muninn og undir miðjan leikhlutann voru gestirnir komnir yfir. Það voru þó Snæfellingar sem voru með 1 stigs forystu eftir 1. leikhlutann og litu þær aldrei við. Leikurinn varð spennandi á köflum en Snæfell vann þó alla leikhlutana. Hayden Palmer átti mjög fínan leik en 11 af hennar 33 stigum komu af vítalínunni. Ingi Þór þjálfari Snæfell kom mörgum á óvart í kvöld þegar hann setti Gunnhildi Gunnarsdóttur. Gunnhildur meiddist í leik landsliðsins á dögunum og var gert ráð fyrir að hún yrði ekki meira með fyrr en eftir áramót. Ánægjufréttir fyrir Hólmara enda mikilvægt fyrir lið að hafa svona sterkan leikmann og leiðtoga í hópnum.

Snæfellskonur fóru sterkari af stað í kvöld enda óhætt að segja að liðið hafi ekki verið sátt með útkomuna í síðasta leik. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá báðum liðum í vetur og þá sérstaklega höfuðmeiðsli hjá liði Grindavíkur. Petrúnella Skúladóttur er komin aftur á völlinn en hún fékk alvarlegan heilahristing fyrr í vetur og spilaði ekki í rúman mánuð eftir á. Björg Einarsdóttir, Hólmarinn í Grindavík, var hins vegar ekki með en hún hlaut höfuðáverka nýlega. Það er spurning hvort Grindvíkingar séu í vandræðum með stuttu fjarlægðina frá endalínum körfuboltavallarins að veggjunum í Mustad-höllinni. Ekki oft sem að heyrst hefur af jafn mörgum höfuðmeiðslum hjá svona mörgum leikmönnum sama liðs á jafn stuttum tíma. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Grindavík sem hefur í raun aldrei ná leik þar sem allir lykilleikmenn eru heilir."

Snæfell-Grindavík 78-62 (16-15, 22-15, 16-13, 24-19)

Snæfell: Haiden Denise Palmer 33/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 18/8 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/5 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6, María Björnsdóttir 4/9 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Gunnhildur Gunnarsdóttir 0.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 16/13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/14 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0.

Myndasafn: Sumarliði Ásgeirsson


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir