Nýr samstarfssamningur viđ Félag eldri borgara

  • Fréttir
  • 17. desember 2015

Grindavíkurbær og Félag eldri borgara í Gindavík hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Grindavíkurbær styrkir starfsemi félags eldri borgara í Grindavík. Jafnframt fær Félag eldri borgara afnot af útikennslustofu á lóð Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut til ókeypis afnota fyrir frístundaaðstöðu, á meðan sú stofa er ekki nýtt fyrir starfsemi Grunnskóla Grindavíkur eða Grindavíkurbæ. 

Mikil aðsókn hefur verið í útistofuna í vetur en þar er aðallega spilaður billiard. Auk þess stendur félagið fyrir ýmsum viðburðum og skemmtunum fyrir eldri borgara í Grindavík.

Á myndinni eru Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri við undirritun samningsins.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir