Tćkni-LEGO-námskeiđi FRESTAĐ vegna veđurs

  • Fréttir
  • 30. nóvember 2015

Tækni-LEGO-námskeið sem halda átti í Grunnskóla Grindavíkur og hefjast á morgun hefur verið frestað til næstu viku. Enn eru nokkur pláss laus fyrir þá sem vilja skrá sig. Stefnt er að kennslu mánudaginn 7. des, og þriðjudagana 8. des og 15. des. Námskeiðið verður tvískipt:

  • 1.- 3. bekkur kl: 13:20-14:40
  • 4.-7. bekkur kl: 14:40-16:00

 

Staðsetning:

  • Haldið í Hópsskóla.

Uppbygging námskeiða:

  • Á námskeiðinu verða um 100 kíló af tækni-LEGO-kubbum. Kennslan er einstaklingsmiðuð og kennt er að nota t.d. tannhjól, gírun, mótora o.f.l. og fá allir aðstoð við að skapa sín eigin módel.
  • Hámarksfjöldi í hvern hóp er: 15 (Ef hóparnir fyllast verður reynt að bæta við öðru námskeiði.)

Leiðbeinandi:

  • Nafn: Jóhann Breiðfjörð.
  • Starfaði í 5 ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfangafyrirtækisins LEGO.

Verð:

  • 4.500 kr. Krafa birtist í heimabanka á kennitölu greiðanda áður en námskeiðið hefst.
  • 1.000 kr afsláttur er veittur þeim sem eru skráð á frístundaheimilið á sama tíma og námskeiðið stendur yfir. Afslátturinn dregst frá námskeiðsgjaldinu.

Nánari upplýsingar og skráning:
nyskopun.net  (Ef hlekkurinn virkar ekki vinsamlega sláið síðunafninu beint inn í vafrarann)


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir