Vinaliđar á yngsta stigi

  • Fréttir
  • 23. nóvember 2015

Vinaliðar á yngsta stigi voru vel merktir úti á skólalóðinni einn kaldan og fagran morgun í vikunni sem leið. Á yngsta stigi eru það nemendur í 2. og 3. bekk sem eru vinaliðar og eru þeir starfandi á mánudögum og miðvikudögum þó ekki allir á sama tíma.  Umsjón með verkefninu hefur Bjarney Steinunn Einarsdóttir.
Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna. Árskóli á Sauðárkróki er frumkvöðull að verkefninu hér á landi en það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í mörgum skólum. 

Við val á Vinaliðum eru nemendur skólans sérstaklega beðnir um að tilnefna einstaklinga sem þeim finnst vera vingjarnlegir og sýni öðrum nemendum virðingu.
Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda.
Vinaliði á að:

  • setja upp, taka þátt í og aðstoða við afþreyingu í frímínútunum
  • sýna yngri nemendum sérstaka athygli sem og þeim sem eru einir í frímínútunum
  •  láta vita af því ef hann heldur að nemendum í skólanum leiðist, séu einmana eða ef hann verður vitni að einelti og útilokun eða öðru sem getur valdið vanlíðan nemenda
  •  fá dagsnámskeið í leikjum og ráðleggingar um hvernig hægt er að hvetja aðra í leik
  •  fá stuðning og leiðsögn frá umsjónarmanni Vinaliðaverkefnisins í skólanum

Frekari upplýsingar má finna á vef Árskóla: https://tackk.com/umvinalida

Helgi Hafsteinn Jóhannsson og Róbert Árnason vinaliðar.

Sölvi Snær Ásgeirsson vinaliði ásamt skólabræðrum.

Silvía Rán Gunnarsdóttir og Emelía Ósk  Sævarsdóttir vinaliðar með skólasystrum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir