Fundur nr. 46

  • Frćđslunefnd
  • 22. nóvember 2015

46. fundur Fræðslunefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, 16. nóvember 2015 og hófst hann kl. 17:00.


Fundinn sátu:
Þórunn Svava Róbertsdóttir formaður, Klara Halldórsdóttir aðalmaður, Ámundínus Örn Öfjörð aðalmaður, Ómar Örn Sævarsson aðalmaður, Guðmundur Grétar Karlsson aðalmaður, Valdís Inga Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi, Halldóra Kristín Magnúsdóttir grunnskólastjóri og Ægir Viktorsson áheyrnarftr. grunnskóla.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur.

 

Dagskrá:

1. 1510113 - Tillaga að breyttri stjórnun í Grunnskóla Grindavíkur
Fræðslunefnd leggur til að skólastjórnendur dreifi forystunni innan grunnskólans betur með því að nýta sérþekkingu starfsfólks hvar sem er í stofnunni óháð formlegu stigveldi. Það leiðir til þess að fleiri aðilar taka að sér leiðtogahlutverk og ábyrgðin og álagið lendir ekki í höndum fárra aðila. Staða verkefnastjóra var samþykkt í desember 2014 og telur nefndin að ekki sé komin reynsla á þessa stöðu þar sem það tók nokkra mánuði að ráða í stöðuna og viðkomandi lét af störfum 1. október 2015. Nefndin telur mikilvægt að ráða aftur í verkefnastjórastöðuna í þeim tilgangi að létta á álagi skólastjórnenda. Eins vill nefndin benda á að búið er að bæta við 50% stöðu kennsluráðgjafa sem hefur vonandi jákvæð áhrif á skólastarfið. Nefndin telur mikilvægt að ráðið verði í verkefnastjórastöðuna áður en farið er í að auka við stjórnun skólans. Lagt er til að gerð verði ytri úttekt á stjórnun skólans til að meta stjórnunarþörfina.
Halldóra K. Magnúsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun: Skólastjóri lýsir yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðu nefndarinnar. Skólastjóri telur nefndina fara út fyrir verksvið sitt með bókun sinni. Það er skýrt hlutverk skólastjóra skv. lögum að gera tillögur til stjórnunar í grunnskóla m.t.t. þarfa viðkomandi skóla. Það er ekki hlutverk fræðslunefndar að stýra skólanum, til þess er skólastjóri ráðinn.

2. 1510103 - Grunnskóli Grindavíkur: tímabundið starf verkefnastjóra
Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að ráðið verði í stöðu verkefnastjóra sem allra fyrst.

3. 1511051 - Grunnskóli Grindavíkur: Úthlutun í C þátt
Fræðslunefnd gerir ráð fyrir að Grindavíkurbær fari eftir kjarasamningum í vinnumati kennara varðandi C-þátt.

4. 1510117 - Tölvubúnaður í Grunnskóla Grindavíkur
Áætlun um tölvumál í Grunnskóla Grindavíkur til 2019 er framsækin og fræðslunefnd hefur ekki forsendur til að forgangsraða einstökum verkefnum innan hennar.

5. 1511062 - Niðurstaða samræmdra prófa haust 2015
Afgreiðslu frestað.

6. 1505069 - Skólapúlsinn 2014-2015: Viðbrögð við viðhorfskönnun foreldra
Fræðslunefnd felur skólastjóra að ljúka umbótaáætlun milli skóla og samfélags og birta á heimasíðu skólans á haustönn.

7. 1511061 - Skólapúlsinn: Nemendakönnun 2015 - 2016
Farið yfir niðurstöður úr fyrstu mælingu skólapúlsins fyrir nemendur.

8. 1511033 - Ytra mat sveitarfélags á skólahaldi
Fræðslunefnd samþykkir áætlun um ytra mat.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135