Sigur á Valskonum í spennuleik

  • Körfubolti
  • 16. nóvember 2015

Grindavíkurkonur mættu með vængbrotið lið til leiks á Hlíðarenda í gær en þær Björg, Helga, Ingibjörg og Petrúnella eru allar frá vegna meiðsla í augnablikinu. Liðið lét þó ekki á sig fá og þjappaði sér saman í gærkvöldi og lönduðu okkar konum að lokum sigri í miklum spennuleik, 63-66. Sigrún Sjöfn tryggði sigurinn með þristi í lokin en Whitney Frazier dró vagninn með 24 stig, 18 fráköst og 41 framlagsstig.

Karfan.is fjallaði um leikinn og tók myndina sem fylgir fréttinni:

Grindvíkingar skelltu sér í dag í 3. sæti Domino´s-deildar kvenna með 63-66 spennusigri á Val í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Grindvíkingar byrjuðu með látum, Valur klóraði í bakkann og náði forystunni en Grindavík safnaði vopnum sínum á lokasprettinum og landaði sigri. Valskonur fengu eina tilraun til að koma leiknum í framlengingu en dæmt var skref á Dagbjörtu Samúelsdóttur og þar með var leikurinn úti.

Karisma Chapman fór mikinn í liði Vals með 34 stig og 20 fráköst en Whitney Michelle Frazier gerði 24 stig og tók 18 fráköst í liði Grindvíkinga. Gular eru með ansi sterka leikmenn í meiðslun en í dag vantaði Petrúnellu Skúladóttur, Helgu Einarsdóttur og Björgu Einarsdóttur í lið Grindavíkur og Ingibjörg Jakobsdóttir var eins í borgaralegum klæðum en von er á að hún gæti tekið slaginn með Grindavík um áramótin.

Grindvíkingar gengu á lagið strax í upphafi leiks og komust í 9-19 og leiddu svo 11-25 eftir fyrsta leikhluta þar sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir var með 9 stig í liði gestanna. Margrét Ósk Einardóttir minnkaði muninn í 18-30 með þrist fyrir Valskonur sem vitu vel frá sér í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn í 31-41 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Karisma Chapman var með 17 stig hjá Val í hálfleik en Whitney Frazier með 14 í liði Grindavíkur.

Hlíðarendakonur komu með látum inn í síðari hálfleikinn og munaði þar miklu um að Bergþóra Holton fór að láta verulega til sín taka. Valur jafnaði leikinn 52-52 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Jafnt var á öllum tölum í fjórða en Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði síðustu stig leiksins með þriggja stiga skoti þegar rúm mínúta lifði leiks og staðan 63-66. Þegar átta sekúndur voru eftir komu Valskonur úr leikhléi og þurftu á þrist að halda, Dagbjört Samúelsdóttir fékk þá boltann fyrir utan en dæmt var á hana skref og eftirleikurinn því auðveldur fyrir Grindavík sem landaði tveimur mikilvægum stigum. Tapið í dag var það fjórða í röð hjá Val sem er á verstu tapskriðu deildarinnar um þessar mundir.

Tölfræði leiksins

Maður leiksins: Whitney Michelle Frazier
Ísbrjóturinn: Þristur frá Sigrúnu Sjöfn sem kom Grindavík í 63-66 þegar rúm mínúta lifði leiks.

Umfjöllun og myndir/ Jón Björn Ólafsson - nonni@karfan.is

Viðtal við Daníel Guðna eftir leik:


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál