Tónleikar á Bryggjunni á sunnudag

  • Menningarfréttir
  • 13. nóvember 2015

Sunnudagskvöldið 15. nóvember kl. 21:00 kemur fram íslensk/slóvakíska tríóið Herak, Vanoucek & Thor á Bryggjunni í Grindavík. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð þeirra félaga um Tékkland, Slóvakíu og Ísland. 

Herak, Vanoucek & Thor er jazztríó skipað tveimur hljóðfæraleikurum frá Slóvakíu og einum frá Íslandi. Þeir Miro Herak víbrafónleikari og Michal Vanoucek píanóleikari eru búsettir í Den Haag í Hollandi þar sem þeir kynntust íslenska gítarleikaranum Andrési Þór fyrst í kringum árið 2000 þegar þeir voru þar í framhaldsnámi við Konunglega Conservatoríið þar í borg. Nýlega kviknaði áhugi þeirra á því að spila saman og rifja upp gömul kynni en einnig að setja saman tríó með sjaldgæfri hljóðfærasamsetningu. Þessi óvenjulega hljóðfærasamsetning býður uppá marga möguleika þar sem píanó, víbrafónn og gítar eru allt hljómahljóðfæri, en skipanin kallar einnig á nýjar áskoranir þess eðlis að láta hljóðfærin hljóma sem eina heild og býður uppá áhugaverða liti, hrynjanda og hljómræna möguleika.

Tríóið skipa:
Miro Herak (SK/NL) - Víbrafónn
Michal Vanoucek (SK/NL) - píanó
Andrés Þór (IS) - gítar


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!