Amma óţekka og tröllin í fjöllunum

  • Grunnskólinn
  • 11. nóvember 2015

Börnin á yngsta stigi fengu góða heimsókn í dag. Rithöfundurinn Jenny Kolsöe kom og las upp úr nýútgefinni bók sinni Amma óþekka og tröllin í fjöllunum. Heimsókn þessi var í tilefni þess að Dagur íslenskrar tungu er á næstu grösum en Bókasafn Grindavíkur og skólinn stóðu saman að komu rithöfundarins.  Þá stendur yfir lestrarsprettur á yngsta stigi og því ekki úr vegi að kynna nýja bók.

Börnin tóku vel á móti gestinum og virtust kunna vel að meta upplesturinn.  Einn nemandi, Reynir Hjartarson hafði þegar lesið bókina þannig hann kom að sjálfsögðu upp og fékk mynd af sér með Jenny.

Amma óþekka er hluti af Ljósaseríunni sem er bókaflokkur ætlaður þeim sem eru að æfa sig í lestri, gefin út af Forlaginu Bókabeitunni.  Bókin er 57 bls. með stóru letri og góðu línubili.   Málsgreinar eru fremur stuttar til að auðvelda lesturinn.
Myndir í bókinni eru eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

Spenntur nemandi nær tali af Jenny Kolsöe.

Hluti nemenda í 2. bekk smellti sér með rithöfundinum á mynd ásamt Andreu forstöðumanni bókasafnsins.

Jenny Kolsöe til vintstri og Andra Ævarsdóttir forstöðumaður Bókasafns Grindavíkur til hægri.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir