Nýr samstarfssamningur viđ Handverksfélagiđ Greip

  • Fréttir
  • 29. október 2015

Grindavíkurbær og Handverksfélagið Greip hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem felur m.a. í sér að Greip fær afnot af húsnæði við Skólabraut 8 en félagið fer nú úr u.þ.b. 70 fermetrum í tæpa 150 sem verður vonandi til þess að efla starfsemi félagsins sem hefur verið með miklum blóma og fyrir löngu sprengt starfsemina utan af sér. Gera þarf smá lagfæringar á húsnæðinu áður en Greip fær nýja hlutann afhentan.  

Í samningnum er m.a. kveðið á um að Handverksfélagið Greip tengist menningarlífi bæjarins og samfélaginu í heild með menningartilboðum s.s. námskeiðum og ýmsum uppákomum.  Félagið mun taka þátt í viðburðum á vegum Grindavíkurbæjar, s.s. Menningarviku og Sjóaranum Síkáta.  Félagið býður áhugasömu fólki á öllum aldri að taka þátt í verkefnum þess og leitast við að kynna starfsemi sína og auglýsa viðburði vel. Félag handverksfólks skal, eftir því sem kostur er, gefa nemendum grunnskólans og þátttakendum í Fjölsmiðju kost á því að fylgjast með vinnu handverksfólks. Slíkt skal gert í samráði við skólayfirvöld.

Á myndinni eru Einar Lárusson formaður Handverksfélagsins Greips og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri við undirritun samningsins.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir