Ađ ala upp barn í breyttum heimi - Marítafrćđsla fyrir nemendur 8. bekkjar og forráđamenn

  • Fréttir
  • 19. október 2015

Marítafræðsla verður fyrir nemendur 8. bekkjar og forráðamenn þriðjudaginn 20. október n.k. Athugið að fræðslan er í sitt hvoru lagi, þ.e. annars vegar fyrir nemendur og hins vegar fyrir foreldra/forráðamenn. Fræðslan verður hér segir:

• Fyrir nemendur kl. 10:20

• Fyrir foreldra/forráðamenn kl. 18:00 á sal skólans

Hvaðan kemur nafnið Marita? Marita var norsk stúlka sem lést af völdum eiturlyfja 23 ára gömul.

Hverjir standa að Marita-fræðslunni? Forvarnarfélagið "Hættu áður en þú byrjar" heldur úti Maritafræðslunni sem er verkefni sem fræðir börn, unglinga og foreldra þeirra um skaðsemi fíkniefna o.fl. Maritafræðslan fræðir einnig starfsmenn skóla og fyrirtækja um sömu mál.
Hvað hefur Marita-fræðslan starfað lengi?
Starfið hefur verið í gangi síðan árið 1998 en Magnús Stefánsson tók við Marita árið 2000 og hefur það verið í sífelldri uppbyggingu og þróun síðan.

Við hvetjum foreldra/forráðamenn til þess að mæta á þennan áhugaverða fyrirlestur á þriðjudaginn kl. 18:00.

AÐ ALA UPP BARN Í BREYTTUM HEIMI

Á undanförnum 5 árum hefur sá heimur sem börnin okkar eru að alast upp í, gjörbreyst.
Þetta þýðir að þær aðferðir og þau ráð sem uppalendur hafa verið að notast við í uppeldinu eru mörg hver úrelt og virka ekki lengur.
Maritafræðslan býður ykkur á fræðslustund í skólanum ykkar þar sem við munum skoða þessar breytingar saman og skoða hvað uppeldissérfræðingar eru að ráðleggja í uppeldismálum núna.

Fullorðnir fá einnig að sjá ágrip af þeirri fræðslu sem unglingarnir fengu, sem gerir alla umræðu heima fyrir auðveldari.
Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er gott að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Markmiðið er að kenna foreldrum að þekkja og greina einkenni vímugjafaneyslu - auka almenna þekkingu foreldra á þessum málaflokki.
Einnig fá foreldrar innsýn í þá fræðslu sem unglingar fá sem getur hjálpað þeim að opna umræðu um skaðsemi fíkniefnaneyslu heima fyrir.

Uppfræddir og meðvitaðir foreldrar eru besta forvörn sem völ er á og rannsóknir sýna að unglingar taka mark á því sem foreldrar þeirra segja.
Þess vegna er mikilvægt af foreldrar séu virkir í umræðunni og taki fullan þátt í að fræða unglingana sína.
Farið er yfir líkamleg, andleg og umhverfistengd einkenni vímugjafaneyslu.
Farið er yfir götunöfn á fíkniefnum.
Sýnd eru stutt dæmi úr viðtölum við einstaklinga sem hafa verið eða eru í fíkniefnaneyslu.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir