Ađalfundur foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur

  • Fréttir
  • 14. október 2015

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur verður haldinn í sal skólans í Iðunni við Ásabraut þann 29. október kl. 17.30.

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf 
Fyrirlestur sem ber heitir "Ber það sem eftir er"

Sýnd verður upptaka af fyrirlestri sem ber heitið "Ber það sem eftir er". Um er að ræða fræðsluátak sem fjallar um mikilvæg þjóðfélagsmál varðandi börn og unglinga, nefnilega sexting (sem felur í sér að skiptast á nektarmyndum) og hrelliklám (að dreifa nektarmyndum án samþykkis). Fræðsluátakið er unnið af Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur í samstarfi við Vodafone. Þórdís er rithöfundur, fyrirlesari og höfundur verðlaunaðra bóka og námsefnis fyrir ungmenni. Þar má nefna stuttmyndirnar "Fáðu já" sem Páll Óskar leikstýrði árið 2013, og forvarnarmyndina "Stattu með þér" sem frumsýnd var í grunnskókum landsins síðastliðið haust.

Til nánari upplýsingar er hér blaðagrein sem Þórdís ritaði í fyrra um sexting og hvers vegna mikilvægt er að vita um hvað það snýst.

Foreldrafélagið hvetur foreldra til að mæta á fundinn og fylgjast með þessum mjög svo áhugaverða fyrirlestri.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins, endilega hafið samband við stjórnarmeðlimi sem allra fyrst.


Klara Halldórsdóttir
Herdís Gunnlaugsdóttir
Una Herdís Jóhannesdóttir
Sirrý Ingólfsdóttir
Ingigerður Gísladóttir
Bjarney Steinunn Einarsdóttir
Ingunn Halldórsdóttir


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!