Leikskólinn Laut orđinn fimm deilda

  • Múli
  • 13. október 2015

Mánudaginn 12. október var formlega tekin í notkun útistofa við Laut og þar með er leikskólinn orðinn fimm deilda. Að því tilefni var opið hús þar sem hin nýja stofa var til sýnis fyrir gesti og gangandi. Öll aðstaða er þar til fyrirmyndar en útistofan hefur hlotið nafni Garðhús en kosið var meðal starfsmanna úr þeim fjölmörgu tillögum sem okkur bárust. Síðan kusu Lautarbörn á milli tveggja efstu nafnanna og varð Garðhús fyrir valinu. Deildarnar sem fyrir voru bera allar heiti húsa í nágrenni leikskólans.

Fyrstu nemendurnir byrjuðu síðan í aðlögun með foreldrum sínum strax á mánudaginn og voru bæði börnin og foreldrarnir ánægðir með aðstöðuna. Yngstu nemendurnir verða í Garðhúsum eða árgangur 2014. 1. nóvember verða komnir 16 nemendur og þar með fullsetinn bekkurinn. Deildarstjóri Garðhúsa er hún Helga Jóna og munu þrír aðrir starfsmenn einnig starfa henni við hlið.

Börnin í Garðhúsum munu ekki eingöngu vera þar en þegar aðlögun lýkur koma þau í aðalbygginguna t.d. þegar sameiginleg söngstund er, uppákomur, hreyfistund á Akri og í listaskála. Einnig munu verða heimsóknir frá nemendum úr aðalbyggingu út í Garðhús.

Með þessari viðbót var komið á móts við aukna eftirspurn eftir leikskólaplássum því eins og allir vita er Grindavík góður bær og svo virðist sem að sá boðskapur hafi borist út fyrir bæjarmörkin því fólk flykkist til Grindavíkur sem aldrei fyrr.
Við viljum nota tækifærið að þakka þeim sem sáu sér fært að koma á opið hús hjá okkur.

 

Góðir gestir á opnu húsi

Bína kom og kíkti í kaffi. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, sálfræðingur hjá Grindavíkurbæ, situr henni við hlið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir