Krakkajóga hjá Hörpu Rakel

  • Fréttir
  • 6. október 2015

Í október ætlar Harpa Rakel Hallgrímsdóttir, leikskóla- og jógakennari, að vera með jóganámskeið fyrir börn á aldrinum 2-11 ára. Á námskeiðinu læra börnin jóga með öndun, einbeitingu og slökun. Markmiðið er að kenna þeim að kyrra hugann, efla sjálfsöryggi og að sjálfsögðu hafa gaman og njóta.

Börnin æfa sig í að treysta hvort öðru og sjálfu sér og að það er nóg að vera við sjálf alveg eins og við erum. Aðaláherslan er í gegnum leik þar sem unnið verður með jógastöður, möntrur, hugleiðslu, slökun, dans, öndun, gleði og fleira.

Kennt verður einu sinni í viku og námskeiðið byrjar 13. október. Allir tímarnir verða í litla salnum í íþróttahúsinu nema 2 ára sem er í Kvennó. Þeir sem voru á síðasta námskeiði fengu tækifæri til að skrá sig fyrst þannig að það er ekki allt laust. Fyrstur kemur fyrstur fær.

14:20-15:00 8-11 ára (3.-6. bekkur) 5.000 kr.
15:10-15:50 5-7 ára (elsta ár í leikskóla - 2. bekkur) 5.000 kr 
16:00-16:30 3-4 ára 4.000 kr
16:40-17:20 5-7 ára (elsta ár í leikskóla - 2. bekkur) 5.000 kr 
18:10-18:30 2 ára 3.000 kr

Skráningar og upplýsingar á harparakel@hotmail.com


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir