Starfsmannadagur Grindavíkurbćjar 2015 vakti stormandi lukku

  • Fréttir
  • 5. október 2015

Árlegur sameiginlegur starfsmannadagur allra stofnanna Grindavíkurbæjar var haldinn síðastliðinn föstudag í Iðunni og er mál manna að hann hafi verið afar vel heppnaður. Sama fyrirkomulag var á deginum og í fyrra. Dagurinn opnaði með sameiginlegum fyrirlestri á sal en síðan skipti starfsfólk sér niður á vinnustofur. Úrval þeirra var mjög fjölbreytt og gátu allir fundið sér vinnustofur sem féllu að þeirra áhuga- og starfssviðum.

Eyþór Eðvarsson stjórnendaráðgjafi opnaði daginn með afar fróðlegu og skemmtilegu erindi sem hann kallar Hamingja, mórall, vinnugleði og helvíti. Eyþóri tókst að fá fólk bæði til að hlæja dátt en snerti um leið á erfiðum málum á sinn einstaka þátt. Við færum Eyþóri bestu þakkir fyrir sitt innlegg.

Síðan tóku við vinnustofur af ýmsu tagi. Nokkur áhersla var lögð á sköpun að þessu sinni og fengu margir starfsmenn útrás fyrir sköpunargáfuna meðan aðrir einbeittu sér að praktískari hlutum. Allir fengu vonandi eitthvað fyrir sinn snúð. Deginum var svo lokað með léttum veitingum og skemmtilegu erindi frá Tinnu Lind Gunnarsdóttur, leikara og MPM sem kallaðist „Ertu að grínast?“ og fjallar um hvernig má nýta trúðatækni til að efla leiðtoga- og samskiptafærni.

Alls voru 9 mismundandi vinnustofur í boði:

1. Uppeldi til ábyrgðar - Uppbygging sjálfsaga
2. Halldóra Halldórsdóttir með Jóga.
3. Rósa Signý Baldursdóttir. Stjörnuhekl.
4. Halldóra Guðbjörg. Dúkrista.
5. Skyndihjálp. Rauði krossinn.
7. Vinnustund upprifjun. Þorgerður.
8. Líkamsbeiting við umönnunarstörf. Ætlað fyrir starfsfólk í leikskóla og við umönnum fullorðinna Afl sjúkraþjálfun.
9. Sniðgerð, breytingar og hönnun í textíl. Halla Kristín.
10. Verkefnastjórnun: Þorsteinn Gunnarsson 

Nokkrar myndir frá deginum:

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri setti daginn og bauð fólk velkomið.

Starfsfólk Grindavíkurbæjar í þungum þönkum

Allir hlustuðu á Eyþór Eðvarsson af mikilli athygli

Eyþór Eðvarsson flytur sinn erindi

Vinnustofa í verkefnastjórnun

Tinna Lind Gunnarsdóttir sagði frá trúðatækninni. Hún brá sér síðan í gervi trúðsins Láru en bannaði myndatökur!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál