Knattspyrna, jóga og fleira gott í Hreyfivikunni

  • Fréttir
  • 28. september 2015

Hreyfivikan var fjörug í Hópsskóla. Meistaradeildin setti mikinn svip á skólasamfélagið en keppt var daglega og endað með úrslitum í Hópinu á föstudeginum. Umsjónarmaður skólans Stefán Milan Jankovic sá um að stjórna leikjunum ásamt aðstoðarmanni sínum Arnari Má Ólafssyni. Nemendur iðkuðu einnig jóga og núvitund á hverjum morgni í sal skólans, undir stjórn Halldóru Halldórsdóttur jógakennara.

Hafragrauturinn var á sínum stað hjá Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, alltaf notalegt að kíkja inn í Skólasel á morgnana en þar er kósý og eru börnin ánægð með grautinn. Góð næring gefur góðan grunn fyrir hreyfingu og þá voru þær Margrét Guðmundsdóttir og Jasmína Gjurcevska‎ tilbúnar að skammta nemendum hádegismat frá Skólamat.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál