Solla stirđa kom krökkunum á hreyfingu

  • Fréttir
  • 24. september 2015

Solla stirða úr Latabæ kom sá og sigraði í Hreyfivikunni í Grindavík í gær. Hún heimsótti báða leikskólana, Laut og Krók, og lauk svo heimsókn sinni með því að heimsækja 1.-3. bekk í Hópskóla. Solla stirða var ein af þeim sem nennti aldrei að hreyfa sig en íþróttaálfurinn hafði svo jákvæð áhrif á hana að hún hefur verið óstöðvandi að hreyfa sig í ýmsum íþróttum. Henni tókst heldur betur að fá krakkana á hreyfingu og hafði á orði hvað þau væru svakalega fjörug í Grindavík. 

Á efstu myndinni er Solla stirða að hnykkla vöðva með krökkunum.

Á Laut tókst Sollu að fá krakkana til að hreyfa sig á fullu.

Krakkarnir á Laut voru hæstánægð með heimsóknina.

Í Hópsskóla fékk Solla stirða þessa þrjá krakka með sér upp á svið til að gera æfingar.

Það var líf og fjör í Hópsskóla. Starfsfólk skólans tók einnig þátt í fjörinu.

Krakkarnir vildu faðma Sollu stirðu.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!