Landssöfnun Birtu dagana 25. og 26. september

  • Fréttir
  • 24. september 2015

Birta - landssamtök foreldra sem misst hafa börn/ungmenni fyrirvaralaust, stendur fyrir landssöfnun föstudaginn 25. og laugardaginn 26.september. Sölumenn á vegum Birtu verða í ýmsum verslunum vítt og breitt um landið og selja einstaklega fallegar barmnælur. Alexander Birgir mun standa vaktina í Nettó þessa daga ásamt móður sinni og selja nælur. Nælan kostar 2000 kr. - posi verður á staðnum.

Birta - landssamtök voru stofnuð 7.desember 2012. Samtökin hafa það að markmiði að styðja við foreldra/forráðamenn sem misst hafa börn/ungmenni skyndilega. Stuðningurinn er m.a. fólginn í ýmisskonar fræðslu á opnum húsum sem haldin eru mánaðarlega. Einnig standa samtökin fyrir árlegum hvíldardögum fyrir foreldra/forráðamenn með endurnærandi hvíld að leiðarljósi. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu samtakanna.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun