Hreyfvika, fimmtudagur: Rokkstjarnan, ofurhlaupari, hjólabrettakennsla, boccia og dans

  • Fréttir
  • 24. september 2015

Hjólabrettakennsla, bocciaæfing, opinn danstími hjá Hörpu, vatnsleikfimi og heimsókn frá rokkstjörnu og ofurhlaupara á bókasafnið eru á meðal dagskrá Hreyfivikunnar í dag, fimmtudaginn 24. sept. Dagskráin er eftirfarandi: 

Sundlaugin kl. 16:00
Vatnsleikfimi fyrir eldri borgara

Kl. 16:30 Hópsskóli - Hjólabrettakennsla
Ármann Halldórsson einn snjallasti hjólabrettakappi landsins kennir áhugasömum krökkum á leika listir sínar á hjólabretti. Allir velkomnir

Kl. 17:00 Íþróttamiðstöðin - Bocciaæfing fatlaðra
NES með æfingu fyrir fatlaða af öllum Suðurnesjum og kynnir auk þess starfsemi sína

Kl. 19-20 Kvennó - Opinn danstími
Harpa Pálsdóttir danskennari býður upp á opinn danstíma fyrir fólk á öllum aldri (20+). Dansáhugafólk hvatt að mæta og prófa

kl. 20:00 Bókasafnið - Rokkstjarna og ofurhlaupari
Stefán Jakobsson söngvari rokkhljómsveitarinnar DIMMU kemur í heimsókn á bókasafnið til að spjalla um hvernig hann fór að því að vera fjögurra barna faðir, rokkstjarna og æfa fyrir Reykjavíkur
maraþon á sama tíma.
Christine Buchholz ofurhlaupari frá Grindavík segir sögu sína, hvernig hún byrjaði í skokkinu og hvernig hún fór að hlaupa hvert ofurmaraþonið á fætur öðru.

Dagskrá Hreyfivikunnar má sjá hér.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!