Skráning er hafin á öldungamót Ţórs á Akureyri

  • Íţróttafréttir
  • 23. september 2015

Dagana 6. - 7. nóvember ætla hinir miklu körfuboltasnillingar í Þór á Akureyri að standa fyrir öldungamóti fyrir körfuboltakempur á besta aldri. Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir Grindvíkinga að heimsækja höfuðstað Norðurlands og um leið sýna Norðlendingum hvar Davíð keypti ölið.

Eftirfarandi auglýsing birtist á heimasíðu Þórs:

„Nú er komið að því að allar gamlar kempur úr körfuboltanum hittist og spili körfubolta og skemmti sér saman.
Þetta er mót, sem okkur hér í Þór finnst vanta og ætlum við að gera eitthvað í því .

Við ætlum við að fara af stað með Öldungamót Þórs í körfubolta og er það okkar von að þið takið vel í þetta og mætið á mótið og hjálpið okkur að gera þetta að árvissum viðburði í körfuboltadagatalinu.

Hér á Akureyri er allt til alls og nú er búið að setja upp nýjar körfur í Íþróttahöllinni okkar og ætlum við því að hefja leik núna í vetur, nánar tilekið 6 - 8 nóvember og fara af stað með Öldungamót Þórs í körfubolta.

Keppt verður í þremur aldursflokkum, karlar 30+ og 40+ og konur 25+ og vonumst við til þess að þau lið sem leika sér í körfubolta að staðaldri mæti norður og taki þátt í þessu með okkur. (Leikmenn í úrvalsdeildum karla og kvenna er ekki heimild þátttaka)

Við ætlum að gera góða helgi úr þessu og skemmta okkur vel saman, rifja upp gamla tíma og spila smá körfubolta.

Við hefjum leik á föstudagskvöld, með því að horfa á skemmtilegan leik úr 1. deildinni milli Þórs og Skallagríms. Eftir leikin ætlum við svo að draga í riðla og fara í skemmtilegt körfuboltapubquiz milli liða. Það verða að sjálfsögðu vegleg verðlaun í boði (í fljótandi formi:)) fyrir sigurliðið!

Laugardagurinn fer svo í það að spila körfubolta og fá öll lið að lágmarki fjóra leiki ( þó með fyrirvara um fjölda liða). Að móti loknu verður svo blásið til veislukvöldverðar og skemmtiatriða í Golfskálanum á Jaðri.

Hlökkum til að sjá ykkur á Akureyri

Skráning fer fram á oldungamotthors[at]gmail.com

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir