Góđ ráđ fyrir íţróttafólk framtíđarinnar

  • Fréttir
  • 23. september 2015

Um 60 ungmennai og foreldrar mættu í Gjána í gærkvöldi til að hlusta á tvo frábæra fyrirlesara, þá Pétur R. Guðmundsson þjálfara og markþjálfa og Þorvald Daníelsson hjá Hjólakrafti. Þeir fjölluðu um hvað þarf til að ná árangri sem íþróttamaður? Hvað er árangur? Góð ráð fyrir íþróttafólk framtíðarinnar.

Þeir fjölluðu um, hvor á sinn hátt, hvernig hægt er að undirbúa sig andlega í íþróttum og setja sér markmið og vinna eftir þeim. Allir geta unnið afrek í íþróttum því forsendur fólks eru misjafnar, þetta snýst um að sigra sjálfan sig. Einnig fóru þeir inn á hugarfar afreksíþróttafólks og hversu mikilvægt er að njóta ferðalagsins. 

Fyrirlestrar þeirra voru frábærir og mikil hvatning fyrir þetta unga íþróttafólk sem mætti til að hlýða á.

Efri mynd: Fyrirlesararnir Pétur og Þorvaldur.

Gjáin er frábær fyrirlestrarsalur með nýjustu tækni í hljóð og mynd.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir