Meistaradeildin í Hópsskóla í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ

  • Fréttir
  • 23. september 2015

Í Hreyfivikunni stendur Janko Milovic fyrir meistaradeild í Hópsskóla. Janko er umsjónarmaður í Hópsskóla og eru því hæg heimatökin að ná til ungs knattspyrnufólks.
Keppnin hófst í gær og stendur fram á föstudag. Það eru liðin Barcelona og Arsenal sem eiga fyrsta leik í dag kl.9 og strax á eftir koma svo AC Milan og Chelsea. Þess má einnig geta að Solla Stirða kemur í heimsókn í skólann kl.10, kannski hún skelli sér í fótbolta!

Skipulag keppninnar hefur verið hengt upp á vegg í skólanum og voru nemendur spenntir að skoða liðin og leikina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir