Skokkhópur Birgittu fer af stađ

  • Fréttir
  • 22. september 2015

Á morgun miðvikudag klukkan 19:45 er fyrirhugað að hópur áhugafólks um stofnun skokkshóps hittist við sundlaugina. Lagt verður upp með að ganga, skokka eða hlaupa hver á sínum hraða frá sundlauginni, gamla inngangi, í átt að Þorbirni og að 15 mínútum loknum er snúið við og haldið sömu leið til baka.  Þannig næst samtals 30 mínútna gangur, skokk eða hlaup í góðum félagsskap.

Með þessari aðferð er lagt upp með að allir sem hafa áhuga geta komið með algjörlega óháð þoli. Byrjendur geta valið að ganga og skokka til skiptis og þeir sem lengra eru komnir geta hlupið á þeim hraða sem þeir vilja.

Vonandi mæta sem flestir til að koma á skemmtilegum félagsskap með reglulegum æfingum.

Umsjón með skokkinu hefur Birgitta Káradóttir.
Eftir skokkið er tilvalið að skella sér í heita pottinn og ræða um framhaldið á skokkhópnum. Allir velkomnir.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir