Nesti og núvitund

  • Grunnskólinn
  • 18. september 2015

Í vetur munu nemendur í 3. A, fá tækifæri til þess að upplifa að borða með núvitund. Þetta er samstarfsverkefni með umsjónarkennaranum Önnu Lilju Jóhannsdóttur og Halldóru Halldórsdóttur jógakennara. Hugmyndin er að skoða hvort börnin yfirfæri þessa stund á aðra nestitíma í skólastofunni.

En hvað er að borða með núvitund? Að veita matnum sem þú ert að borða athygli með skynfærum þínum, t. d. hvernig lyktar maturinn, hvernig er áferðin, hvað er að gerast í munninum þegar þú ert að borða, hvernig leikur bragðið um tunguna og hvert tungan fer þegar þú kyngir. Spennandi viðfangsefni og án efa þarft að velta fyrir sér í ysi og þysi hversdagsins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir