Frístundadagskrá eldri borgara haustiđ 2015 - Fjölbreytt frambođ

  • Fréttir
  • 16. september 2015

Dagskrá tómastundastarfs eldri borgara haustið 2015 er komin á netið (sjá neðst). Algjör bylting hefur orðið í aðstöðumál fyrir félagsstarf eldri borgara eftir að Miðgarður opnaði við Víðihlíð 2011. Starfið fer þó ekki eingöngu fram þar en þar engu að síður opið alla virka daga og hægt að kíkja við og fá sér kaffi og spjalla eða kíkja í blöðin þó svo að engin formleg dagskrá sé skipulögð þá stundina.  

Boccia byrjar 22.sept. Útskurður, postulín, keramik og handavinna byrja 21.sept . Ýmislegt verður í boði í haust, s.s. vatnsleikfimi sem byrjarði 19.ágúst og endar 28.sept., þæfing, kertagerð, körfugerð, tálgunarnámskeið og fleira, verður það auglýst nánar á www.grindavik.is. Séra Elínborg kemur til okkar í leikfimi í Miðgarði annan hvern miðvikudag í spjall. Alla virka daga eruð þið velkomin að koma og fá kaffi, spjalla, lesa blöðin, hittast og einnig er aðgangur að tölvum og fleira. 

Nýtt: Námskeið í Gym heilsu

Sex vikna námskeið verður fyrir eldri borgara í Gym heilsu. Á þriðjudögum verður leikfimistími kl. 10 og á fimmtudögum verður kennsla í tækjasal kl. 11. Arna Björnsdóttir mun sjá um þessa tíma. Einnig er í boði að sækja alla aðra tíma sem eru opnir í Gym heilsu á þessu tímabili. Sjá nánar http://gymheilsa.is/grindavik/  Tímabilið er frá 29.september til 10.nóvember.N ámskeiðið kostar í heild sinni 3000 kr. en Grindavíkurbær greiðir námskeiðið niður um 3000kr. í tilefni Hreyfivikunnar þannig að heildarverðið fyrir hvern þátttakanda er aðeins 3.000 kr.

Konukvöld

Konukvöld fyrir heldri konur þann 2.október kl. 19.30. Heiðar Jónsson snyrtir verður með uppistand í Miðgarði. Nánari upplýsingar og skáning í síma 426-8014.

 

 Haustdagskrá eldri borgara - frístundir

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir