Öflugt starf hjá Ţrumunni í vetur - Fjöriđ hefst á mánudag

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 11. september 2015

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar á skólatíma er komin á fullt en kvölddagskráin hefst 14. september. Í Þrumunni fer fram ýmiskonar frístundastarf fyrir alla aldurshópa og verða ýmsar nýjungar í vetur. Fyrstu vikuna verður opið hús en síðan tekur við skipulögð dagskrá. Dagskráin í vetur er eftirfarandi: 

Dagskrá Þrumunnar veturinn 2015-2016

8.-10. bekkur:
Mánudaga kl. 20-22: Stelpu- og strákaklúbbar (til skiptis) 
Þriðjudaga kl. 19-22: Opið hús
Miðvikudaga kl. 20-22: Óvissufjör. Skipulögð dagskrá.
Föstudaga kl. 19-22: Opið hús

5.-7. bekkur:
Þriðjudaga kl. 17-18:30: Skipulögð dagskrá
Föstudaga kl. 13:30-15: Opið hús

3.-4. bekkur - Gaman saman:
Þriðjudagar kl. 14:00 í október og nóvember.

16-18 ára
Fimmtudagar kl. 20-22: Opið hús.

Einstakir viðburðir veturinn 2015-2016

  • Opnunarball 2. okt.
  • Landsmót Samfés á Akureyri 9.-11. okt.
  • Viðburður/landsþing ungmennahúsa í okt
  • Halloweenball 
  • Félagsmiðstöðvardagurinn mið. 4. nóv.
  • Rímnaflæði Miðberg fös. 27. nóv.
  • Stíll í Hörpu lau. 28. nóv.
  • Hæfileikakeppni Samsuð 4. des.
  • Jólaball 18. des.
  • Undankeppni v/ söngkeppni í janúar.
  • SamFestingurinn 2015 í Laugardalshöllinni fös. 4. mars
  • Söngkeppni Samfés í Laugardalshöllinni lau. 5. mars
  • Árshátíð 15. mars
  • Lokaball Þrumunnar í apríl/maí
  • Lokaball Samsuð í maí

Miklar breytingar hafa átt sér stað á starfsemi Þrumunar á síðasta ári, bæði nýjir starfsmenn og ný aðstaða. Félagsmiðstöðin Þruman flutti í fyrrasumar úr Kvennó yfir í Grunnskóla Grindavíkur. Félagsmiðstöðin er því opin á skólatíma fyrir krakkana og geta þau því eytt bæði frímínútum og eyðum í stundatöflu í félagsmiðstöðinni sinni. 

Hefðbundið starf verður síðan á kvöldin eins og hefð er fyrir. 

Áframhald verður á vinsælu stráka- og stelpuklúbbunum í 8.-10. bekk. Síðan verður boðið upp á einn skipulagðan kvöld í viðbót auk opinna kvölda. Þruman er einnig í góðu samstarfi við félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum og halda þær nokkrar skemmtanir á starfsárinu undir merkjum Samsuð. Síðan verður farið á stærstu Samfés viðburðina en það eru samtök allra félagsmiðstöðva á Íslandi. Þá verða nýjungar í vetur en það eru Gaman saman fyrir 3.-4. bekk og jafnframt eitt kvöld í viku þar sem er opið fyrir 16-18 ára.

Hlutverk:
Starfsemi Þrumunnar tekur mið af æskulýðslögum nr. 70 frá 2007 en tilgangur þeirra er að styðja börn og ungmenni til þátttöku í æskulýðsstarfi. Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstunda-starfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístund-um sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. 
Í skipulögðu æskulýðsstarfi skal hafa í huga félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarlegt gildi þess sem miðar að því að auka mannkosti og lýðræðisvitund þátttakenda. Í öllu starfi með börnum og ungmennum skal velferð þeirra höfð að leiðarljósi og þau hvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku. Lögin miðast við æskulýðsstarf fyrir börn og ungmenni, einkum á aldrinum 6-25 ára.

Markmið:
- Þruman skal vera opin öllum börnum og unglingum, á aldrinum 9 - 16 ára sem áhuga hafa á að taka þátt í starfseminni. Einnig fyrir 16-18 ára. Sérstaklega skal leitast við að ná til þeirra unglinga sem sökum áhugaleysis eða af öðrum orsökum sinna ekki heilbrigðum viðfangsefnum í frístundum sínum.
- Þruman vinnur að uppbyggilegu uppeldis-, fræðslu- forvarnar- og frístundastarfi og í nánu sambandi við alla þá aðila er koma að málefnum barna og unglinga með það að markmiði að sameiginlega náist sem bestur árangur. 
- Unnið skal markvisst að uppbyggingu fjöl-breyttrar starfsemi og vera hvetjandi til enn frekara starfs og reyna eins og kostur er að samræma störf félaga er sinna málefnum barna og unglinga. 
- Þruman vinnur markvisst með unglingalýðræði. Markmiðið er að þjálfa unglinga í að taka sjálfstæðar ákvarðanir byggðar á þeirra eigin skoðunum og eigin forsendum.

Gildi Þrumunnar:
VIRKNI - VELLÍÐAN - VIRÐING - VÍÐSÝNI
Nánari upplýsingar um dagskrá Þrumunnar má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, 
www.grindavik.is/thruman sem og á Facebook síðu Þrumunnar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!