Samţykkt fyrir búfjárhald í Grindavík

  • Fréttir
  • 26. ágúst 2015

Bæjaryfirvöld í Grindavík vilja vekja athygli íbúa á að allt búfjárhald í Grindavík er aðeins heimilt að fengnu leyfi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn veitir leyfi til búfjárhalds gegn þeim skilyrðum sem um getur í samþykkt bæjarins um búfjárhald. Á þessu samþykkt við búfénað af öllu tagi, svo sem hesta, sauðfé og hænur. Samþykktina má sjá í heild sinni hér að neðan.

Samþykkt fyrir búfjárhald í Grindavík

1. gr.
Í Grindavík er búfjárhald heimilt, að fengnu leyfi bæjarstjórnar. Bæjarstjórn veitir leyfi til búfjárhalds gegn þeim skilyrðum sem um getur í samþykkt þessari.
Til búfjárhalds samkvæmt samþykkt þessari telst hald dýra, sem talin eru upp í 2. gr. laga nr. 103/2002 með síðari breytingum, hvort sem þau eru haldin til búnytja, skemmtunar eða annarra nota.

Umsókn um leyfi til búfjárhalds skal senda til bæjarstjórnar ásamt yfirlýsingu um að búfjárhaldið sé að öllu leyti á ábyrgð umsækjenda.
Sumarbeit sauðfjár úr Grindavík skal vera í beitarhólfi í Krísuvík. Sauðfjáreigendur skulu annast alla smölun og réttarhald í beitarhólfinu ásamt öðrum sem nota það. Áður en leyfi er veitt skal búfjáreftirlitsmaður skoða aðbúnað búfjár.

2. gr.
Lausaganga hrossa, sauðfjár, nautgripa og annars búfjár er óheimil í Grindavík án leyfis bæjarstjórnar og í þeim hluta sem er utan vörslugirðingar. Þrjár vörslugirðingar eru í Grindavík, fyrir sauðfé þ.e. Hálsa- og Krísuvíkurhólf vestan Kleifaravatns, Þórkötlustaðarneshólf og Gerðavallahólf austan golfvallar við Húsatóftir.

3. gr.
Öll gripahús skulu byggð úr þannig efni, að auðvelt sé að halda þeim snyrtilegum og að búfé líði vel í þeim. Hús skulu uppfylla ákvæði reglugerðar um aðbúnað búfjár. Húsunum skal haldið vel við, þau máluð að utan og haldið hreinum. Tað og annan úrgang frá búfé skal fjarlægja.

4. gr.
Bæjarstjórn veitir einungis þeim leyfi til búfjárhalds sem ekki hefur gerst brotlegur við meðferð búfjár, samanber lög um dýravernd og að fenginni umsögn búfjáreftirlitsmanns. Ef leyfishafi brýtur reglur um meðferð búfjár, t.d.uppfyllir ekki skilyrði um vörslu, getur bæjarstjórn afturkallað leyfið að undangenginni aðvörun.
Leyfi miðast við ákveðinn hámarksfjölda búfjár og er bundið við nafn umsækjanda, þannig að ekki er heimilt að framselja leyfið. Bæjarstjórn getur veitt leyfi til ákveðins tíma eða ákveðið tiltekinn frest til afturköllunar.

5. gr.
Búfjáreftirlitsmaður svæðis 3 samanber 7. gr. reglugerðar nr. 743/2002 um búfjáreftirlit o.fl. annast eftirlit með búfjárhaldi og skal hann leiðbeina og áminna eftir atvikum búfjáreigendur sem gerast brotlegir við framangreindar reglur.
Lausagöngufénaður skal handsamaður og skráður. Skylt er eigendum að sækja gripi sína og greiða áfallinn kostnað og tjón, það með talinn kostnað við handsömun gripanna. Búfjáreigendum er skylt að tryggja búfé frjálsri ábyrgðartryggingu gagnvart tjóni þriðja aðla.

6. gr.
Full vörsluskylda og ábyrgð er á höndum allra búfjáreigenda og er viðkomandi skylt að halda fénaði sínum í vel afgirtum hólfum í heimalöndum.
Allar girðingar skulu vera gripheldar og uppfylla skilyrði 13. gr. reglugerðar nr. 748/2002 um vörslugirðingar og er landeigendum eða umráðamönnum skylt að annast viðhald þeirra í samræmi við vörslukröfur bæjarstjórnar. Grindavíkurbær hefur umsjón með viðhaldi beitarhólfa.

7. gr.
Brot gegn samþykkt þessari varðar sektum eða fangelsi ef miklar sakir eru. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála, sbr. 18. gr. laga nr. 103/2002.

8. gr.
Samþykkt þessi er samin og samþykkt af bæjarstjórn Grindavíkur, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 103 frá 15. mars 2002 ásamt síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Ákvæði til bráðabirgða.
Allir þeir sem við gildistöku samþykktar þessarar eiga eða hafa umsjá sinni búfé sem fellur undir samþykktina, skulu innan fjögurra mánaða frá gildistöku hennar hafa tilkynnt um búfjárhald sitt og sótt um leyfi til búfjárhalds. Að öðrum kosti fellur niður heimild þeirra til búfjárhalds.

Samþykkt í bæjarstjórn Grindavíkur 15. desember 2004.

 

Mynd: hæna.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir