Fyrsta 5 stjörnu hótel landsins opnar í Grindavík, ekki Reykjavík

  • Fréttir
  • 21. ágúst 2015

Morgunblaðið ásamt fleiri fjölmiðlum flutti þær fréttir í gær að fyrsta 5 stjörnu hótel landsins myndi opna árið 2019 í Reykjavík . Við Grindvíkingar viljum biðja fjölmiðla um að vinna sína heimavinnu ögn betur enda nokkuð síðan við greindum frá því hér á síðunni að unnið væri að byggingu 5 stjörnu lúxushótels við Bláa Lónið.

Ólíkt hótelinu sem rísa á í holunni við Hörpuna í Reykjavík er hótelið við Bláa lónið komið lengra en á teikniborðið en framkvæmdir eru komnar á fullt í hrauninu vestan megin við lónið og gert er ráð fyrir að hótelið opni vorið 2017, eða tveimur árum áður en ráð er gert fyrir að Mariott hótelið í Reykjavík opni.

Meðfylgjandi mynd er tölvugerð mynd af Bláa lóninu eins og það mun líta út að framkvæmdum loknum. Á vefsíðu Bláa lónsins segir: „Hótelbyggingin mun tengjast núverandi byggingum, eins og sjá má á þessari yfirlitsmynd. Af hótelinu verður stórbrotið útsýni yfir lón og hraun og sérstakt aðgengi að Bláa Lóninu innifalið. Arkitektúr verður í sama anda og núverandi byggingar Bláa Lónsins þar sem áhersla á er samspil hins náttúrulega umhverfis og hins manngerða.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!